Møllegade 21

Í gær fékk ég frí í vinnunni afþví að “vejlederinum” fannst ég ætti að vera í fríi vegna aðstæðna 🙂

Í gær fórum við á fundi hjá Home (fasteignasalan) og þar á eftir hjá Hr Sibbesen lögfræðingnum okkar.
Eftir það fór ég alein í bæinn og keypti hélt upp á niðurstöðu fundanna með því ða fara á Vaffelboden og taka mat með mér heim… alein!

Síðan tók ég svoldið til (bvrr) og þvoði endalaust af þvotti.

Síðan fórum við til frænda til að aðstoða við flutninga.

Síðan fórum við til Hjördísar í afmæli.

Síðan fór Fúsi í Graasten að sækja Þór.

Síðan fór ég heim úr afmælinu.

Síðan lá ég f framan sjónvarpið.

Síðan kúrði ég upp í rúmmi hjá Svölu.

Síðan komu Fúsi og Þór heim.

Síðan drukkum við bjór og töluðum rosalega lengi.

Síðan vaknaði ég og rak Fúsa út í bakarí.

Síðan borðaði ég morgunmat og fékk rapport hjá Þór um næturlífið í Sönderborg.

Síðan kom sms til Fúsa

“Hej Fusi. Börge har skrevet under. Tillykke, huset er jeres 😀 Hils Sylvía. Vh Line.

Síðan fóru Fúsi og Þór í brunch.

Ef þið viljið sjá mynd af húsinu okkar á Møllegade 21 verðiði að kommenta…

12 Responses to “Møllegade 21

  • Guðbjörg
    17 ár ago

    Ég vil ég vil!! En spennandi, til hamingju 🙂
    Panta myndir..núna!

  • litla sys
    17 ár ago

    ja.. mynd takk 🙂 Innilega til hammó sys með þetta 🙂

  • Guðrún Þorleifs
    17 ár ago

    Hæ, til hamingju með húsakaupin 🙂 Spennandi hjá ykkur!

  • Hafdís
    17 ár ago

    Til hamingju enn og aftur. Aldrei of oft þegar um svo mikla hamingju er að ræða 🙂
    Hlakka til að koma til ykkar og sjá…….líka til partýsins!
    Hafdís

  • Innilega til hamingju =) frétti að það væri herbergi handa mér og allt =). Verður geggjað að koma og heimsækja ykkur þangað
    knús til ykkar
    Sessa

  • Þetta er bara geggjað!!! Þú þarf ekkert að setja inn myndir, ég kem bara og sé þetta live híhíhí… eigihagsmunasemin í hámarki hjá manni alltaf.
    Takk fyrir innlitið í dag og lánið á þinni yngri snúllu.
    Kv. Begga

  • *Innilega til hamingju með þetta fallega og flotta hús… Var að skoða myndir hja magga og finnst það rosa flott 🙂

    kossar og knús frá okkur

  • Helena Mist og Guðný
    17 ár ago

    hæ, innilega til hamingju með nýja húsið ykkar…ég er búin að sjá myndir, og líst rosa vel á …hlakka mikið til að koma í heimsókn, virðist vera rosa huggulegt og ekkert smá flottur garður…:)
    kv
    Guðný og Co

  • Dísa
    17 ár ago

    Innilega til lukku enn og aftur. ég segi eins og Begga….sé það bara bráðum með eigin augum, og er sko alveg búin að sjá það að utan og allt….frlega spennó bara.
    Knús
    Dísa

  • Ásta
    17 ár ago

    Ha ég…hva.. ha…bíddu ég… hva.. bíddu…ég skil ekki… hva.. HA!
    Ég á nú bara ekki orð. Þú bloggar og bloggar (langduglegasti bloggari sem ég þekki og þekki ég nú ekki marga ;-), jú jú þú hefur svona aðeins minnst á hvort þið eigið að kaupa og svona en engin details og NÚ VIL ÉG DETAILS (aka smáatriði) OG MYNDIR
    takk fyrir mig

    Ásta frænka

  • Ásta
    17 ár ago

    Já og til hamingu með húsið

    kv. Á

  • Ásta
    17 ár ago

    já og til hamingju með slotið

    Kv. Ásta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *