Krambussen og vaktin i dag

Geispi geisp…. ekkert smá mikið geispandi!!!
Fer nú bara bráðum að prumpa óeðlilega mikið því ég hlýt að gleypa svo mikið loft.

Í gær fórum við til Handewitt í málningarvinnu og kjötsúpu…
síðasta vika var rosaskemmtileg og lærdómsrík… fannst ég hafa svakalega mikið að gera… en man samt ekki hvað.
Jú, ég var að læra, kíkti í heimsókn á virku kvöldi (batnandi fólki er best að lifa… er nefnulega lötust í heimi við að fara í heimsóknir), fór í snyrtingu og fór í rannsókn í “KRAMbussen”. En fyrir ísl ekki búsetta í Sdbg sem vita ekki hvað þetta er, er þetta heilsuverkefni hér í landi þar sem 12 kommunur voru valdar til ad taka þátt. Og KRAM stendur fyrir kost (mataræði), rygning (reykingar), alkohol og motion (hreyfing). SÃ¥dan min pige 😀 (ég er sko ekkert smá að standa mig í að útskýra allt).

Allavega fór ég… löngu búin að svara öllum billjón spurningunum og senda inn. Búin að hlakka mikið til að fara.
Og nú get ég borgað klukkið mitt…. heheh (þessar átta staðreyndir sem þið vissuð ekki um mig.

1. er með mjög lágann blóðþrýsting og hef alltaf verið með. En púlsinn er fínn. (nánari uppl. svara ég munnlega)… hef alltaf vitad það… en ekki þið!
2. ég er pera… vissi það líka alveg… kannski þið líka!
3. er með breiðari mjaðmir en model málin… vissi það ekki og veit ekki hvort þið vissuð það!
4. er ekki (ennþá) í áhættuhóp fyrir beinabilun (osteoporose/knogleskörhed)… var meira að segja þokkalega hátt yfir…hafði ekki hugmynd um það en hafði engar áhyggjur!
5. er með fínt BMI… vissi það líka… veit ekki með ykkur!
6. er með mjög fín lungu… aha ég má reykja lengur 🙂 vissi það ekki!
7. fituprósentan er aðeins undir mörkunum… grunaði það en hafði nú engar áhyggjur… enda hvað á maður að nota þessa fitu nema svitna útaf henni og jú… fín í gubbupestir… annars einskins nýt… sumir segja að hún einangri en what a bullshit… mér er alltaf heitast í skólanum ásamt hinum mjóa við hliðina á mér… stríð á milli okkar og þeirra feitu…
8. er með hátt kondital… eða háa konditölu… er það íslenska? Eru sko 5 flokkar og eg er i næst hæsta…cool…er það ekki? Hafði ekki hugmynd um það… og veit ekki hvort þið vissuð það.
9. lét 60tugann karl mala mig í að standa upp og setjast á stól eins og oft maður gat á 30 sek. Ég talaði víst of mikið… (þekkti stelpuna sem var að testa). Vissi ekki að ég væri léleg í þessu… vissuð þið það???
10. og ég léttist um 1 kg í skoðuninni og hækkaði um 1,2cm. (nú segir Hrund örugglega: “yes ég vissi það!!!”). ég bað strákinn um að hækka mig aðeins meira… bara svona svo ég myndi slefa upp í 1,70cm. Hann neitaði… ég sagði að hann væri með útistandandi hár í nösunum…

en þá hafið þið það.

Var að vinna í dag (fyrir peningum)… tók vakt á M13 (deild á Sdbg sygehus). Ætlaði ekki að nenna….. en kommon… er bara með 30 tíma á viku í praktikinni (sem er btw frekar krefjandi… líður eins og það séu 60 tímar) og þess vegna er lítil afsökun f að taka ekki vakt. Tókst að heimsækja 3 aðrar deildir á vaktinni í dag og hringja á 8. Vantaði langstræksbind (þurfið ekkert að vita hvað það er) og leitaði í klukkutíma… án árangurs… reyndar lítið notað en samt.
Vaktin var fín… bara brjálað að gera og allof mikið af óreyndum hjúkkum og SSA´um. En skítt með það… fæ fína summu fyrir þetta miðað við bransann sem ég er í 😉

og nú er bara sunnudagskvöld… Forbrydelsen búin og grunurinn farin að falla á Rie… hvað segði ég???
Svo nú er bara rúmmið næst á dagskrá…
Svo gn og sg

2 Responses to “Krambussen og vaktin i dag

  • mig langar líka í kremjubussinn ! Getur maður farið í hann?
    Gott þú sért nú með heilsuna í lagi..
    kemuru í körfu.. nenniru að byrja að senda fjölda´póst á alla? ég nenni því ekki því allir hata lyklapétur !

  • Mikið ert þú í góðu formi kona, bara með allt í toppi. Enda dugleg að nota reiðfákinn þinn og stunda íþróttir.
    Held að Stebbi sé ekki búinn að svara sínum kram-spurningalista :-S ætli hann viti nokkuð hvar hann er.
    Þú ert nú líka að standa þig ansi vel í að íslenska bloggið þitt.
    Knús á þig og þína, Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *