bloggað á mettíma

Er náttl búin að liggja yfir „samningunum“ mínum siðan á mánudag…. finnst eins og að séu 2 vikur síðan á mánudag.

Vaktin mín í gær var skítavakt… (oj hata þetta orð… vill ekki nota það), ég meinti sko lortevagt… og ég er að meina þetta… ef ég væri skælutýpan hefði eg farið að grenja í undirgöngunum á leiðinni heim. nei nei það var engin vondur við mig… bara lortevagt sem let mig hugsa að kannski ætti ég að finna mér e-ð annað að gera!!!

Vaktin í dag var æðisleg… vejlederen minn (hmm stuðningsfulltrúinn … hehe nú halda allir að ég sé manneskja með þroskahömlun… eða leiðbeinandinn) var að vinna og hún er æðisleg… hef bara verið með henni eina vakt i síðustu viku og það var kvöldvakt.

En ég væri alveg tilí að vera með stuðningsfulltrúa eða persónu á mér… t.d. sem segði: Dagný, vaska upp núna (þótt þú hatir það)“ — „Dagný, þrífa baðherbergi núna (þótt þú hatir það)“— „dagný, þrifa stigaganginn núna (þótt þú hatir það, maður verður líka að gera það sem er leiðinlegt… ef þú gerir þetta núna getum við farið á kaffihús á eftir)“ já, svona ætti minn stuðningsfulltrúi að vera… þyrfti líka að vera tékkaður og flottur, já eða flott og tékkuð… skemmtileg og fyndin, mætti líka alveg vera karlkyns… skiptir engu… bara að persónan væri hæf til að fara inná kaffihús. Hugsið ykkur ef maður fengi alltaf verðlaun fyrir að gera fucking heimilsverkin.
Fær ekki fatlað fólk stundum verlaun frá sínum stuðningsfulltrúum??? Hmm unfair. Ætla á kommununa í næstu viku og spjalla aðeins við einhvern þar.

Þegar við vorum nýflutt var Reynir Guðmunds að segja okkur frá Sagsbehandleren og hvað hann gerði… Reynir talaði svoldið hart og ég heyrði alltaf ”sexbehandleren”… var ekki alveg að fatta þetta fyrirbæri á kommununni.

Sagsbehandler er persóna sem situr á kommununni og er einskonar milliliður fyrir mann… t.d. með atvinnuleysibætur, hjálpartæki, hjálp á heimilinu, vesen á heimilinu osv… eða e-ð svoleiðis… hvað veit ég.. hef bara einu sinni talað við svona persónu og það var f 6 árum síðan. Hefði kannski spjallað meira við dömuna ef hún hefði verið ”sexbehandler”… alltaf hægt að gera gott betra!

En allavega…

Þetta var hraðblog… ca. 4 mín. Það er nefnilega svo mikið að gera hjá mér… og morgundagurinn… omg. Og föstudgurinn omg líka… þarf að taka til á mettíma því það er matarboð… hver fann upp á þessum fyrirbærum… ???(sko matarboðunum)

Ég er farin að sofa til að vea klár fyrir vonandi super vakt á morgun… fæ líka heimsókn frá kennaranum mínum honum Palle sem ætlar að spjalla við mig um praktikina… hann er ótrúlega fyndinn án þess að vita af því.

Góða nótt

2 Responses to “bloggað á mettíma

  • kvitt fyrir komunni…
    Begga

  • Ásta
    17 ár ago

    Hæ frænka
    ég verð nú bara að halda áfram að hrósa þér. Þú hefur tekið svo miklum framförum í íslenskunni, greinilega farið á hvernig-á-að-halda-sér-við-í-íslenskunni-í-útlöndum-svo-gamla-frænkan-skilji-mig 101. Það er bara allt annað að „lesa“ þig núna, ég bara skil nánast allt og það sem ég skil ekki útskýrir þú gjarnan. Mjög gott en ekki frá því að ég finni fyrir mikilli pressu hérna á blogginu, að skrifa á góðri og kjarnyrtri íslensku án stafsetningavillna þegar ég kvitta …og helst án slettna (er ca. 15 mín. að fara yfir hvert einasta kvitt). Kannski ekki alveg mín sterkasta hlið. En er það ekki einmitt þeir sem eru eldri og „vitrari“ sem eiga að sýna þeim yngri og „vitl….“ gott fordæmi? Verð því að standa mig svo alrúnin haldi áfram að blogga á góðri íslensku.
    Alltaf gaman að tékka (a.k.a. athuga;-) á ykkur þegar ég á að vera að læra en nenni því svooo ekki.
    Kv. Ásta

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *