lykt, burst i Kolding og forbrydelsen

Nú á ég sko að vera að læra en ekki að blogga… ef Fúsi fattar þetta þá rassskellir hann mig.
Fúsi kom heim í gær með gjafir… við vorum allar svo spenntar.
Hann gerir eins og ég… kaupir gjafir á síðustu stundu… á síðasta staðnum sem hægt er að kaupa gjafir… en klikkar venjulega ekki 😉
Við fengum allar lykt. Svala var að fá sitt fyrsta ilmvatn og það þarf náttl að læra að nota svoleiðis luxus. Í gærkvöldi voru brudd verkalyf vegna rosalegs hausverkjar. Svalan mín missti sig svoldið í spenningnum. Aldís var ekki að fá sitt fyrsta alvöru ilmvatn þannig að hún kann þetta. Ég fékk Prada og þær fengu stjörnuilmvötn. Þær fengu líka bók með sögum frá gamla Írlandi til að æfa sig í enskunni.

Við Fúsi fórum í göngutúr niðrá Blockbuster til að skila myndinni í gærkvöldi… og nú spyr ég bara… hvað er að þessu veðri??? Ég dó úr hita í venjulegri peysu.

Og hvað er málið með “Forbrydelsen” (danskur þáttur)??? Hversu lengi er hægt að draga þetta… en samt svo spennandi… hver er morðinginn? Held að það sé of einfalt ef það er Hartmann… kannski er það Rie… ég ætla að giska á Rie… afþví að hún hefur alltaf verið bakatil og grunurinn hefur aldrei fallið á hana og hún er nú svoldið lúmsk… er það ekki…? manni hefur svosem grunað alla aðra… en þetta gæti verið afbrýðissemisdráp!!! Eins og er svo mikið í tísku í dag.

Í dag á ég að læra… og einmitt í dag langar mig að taka til… nei þið eruð ekki að lesa vitlaust… langar í alvörunni að taka til. Ekki það að það sé allt á hvolfi.. nei nei bara þessi undarlega löngun komin upp í mér… líklega afþví að ég á að vera að læra.

Já og muniði… við vorum í Kolding í gær á handboltamóti… Ulkeböl vann fyrsta leikinn 6-5 og seinni leikinn burstuðu þær með 13-5… hefðualveg getað gert betur en urðu svoldið kærulausar í svona auðveldum leik. Aldís spilaði mest center en tók líka bakk eftir þörfum. Stóð sig mjög vel… 🙂 Svala og ég vorum stundum alveg að springa úr stollti.

En tilbaka til Forbrydelsen… ef það er Rie, hver nauðgaði þá Nanna??? Kannski er Rie karlmaður! Eins og í Ugly Betty…

Jæja, nú verð eg að taka mig saman…
mojn

2 Responses to “lykt, burst i Kolding og forbrydelsen

  • Glæsilegur árangur hjá handboltaskvísunum, ekki leiðinlegt þegar það gengur svona vel ;o)
    Vona að þú sért dugleg að læra núna og hafir ekki látið undan lönguninni til að taka til.
    Kv. Begga

  • Hafdís
    17 ár ago

    Já vertu nú dugleg að læra og svona…
    Kveðja Hafdís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *