æðisleg helgi í gangi hjá okkur öllum!!!

Fyrst Fúsi stakk af til Írlands og Aldísi boðið í afmæli framá morgun var ekkert annað að gera í stöðunni en að stinga fallega upp á því við Svöluna mína hvort hún vildi ekki líka gista einvhersstaðar i gærkvöldi… svo að ég gæti haldið party!!! Nei nei ekkert villt… bara svona hyggedæmi sem endaði svo í spilinu Twister (fjórir inná vellinum í einu) og Metallica… og svo í hláturskasti vikunnar. En tek það samt fram svona til öryggis að við vorum ekki nakin.

Kíktum svo aðeins í bæinn og það var eiginlega frekar slappt… eiginlega rosalega slappt.

Við mæðgur vorum svo búnar að skipuleggja daginn í dag fyrir nokkrum dögum. Og markmiðið var að njóta hans í botn ásamt veðursins. Skruppum í Danfoss universe og sáum bara alveg helling af fólki í sleik. Allavega 2 pör í bláa kubbnum.
En ég var nú aldeilis heppin að komast upp í Danfoss… byrjuðum nefnilega á Netto þar sem ég geispaði næstum úr mér líftóruna… get svo svarið það… gat ekki einu sinni borgað. Það eru ennþá för í andlitinu á mér.

En veðrið maður… get svo svarið það aftur… það var æðislegt veður í dag… líður eins og ég hafi tekið lit!

Á heimleiðinni komum við við í Bockbuster og mér til mikillar ánægju tók aðeins hálfa mínutu að velja myndina. Stundum tekur það nefnilega svo langann tíma og það er enginn stóll fyrir fólk sem er bara að bíða til að setjast á… heldur ekki í H&M eða Seeds eða Only. En fínt í A-Z… þar getur maður alltaf beðið sitjandi eða liggjandi.
Þannig að núna er bara 2tal huggulegt hjá okkur og ætlum við rosalega snemma í rúmmið því það er handboltaferð til Kolding á morgun. Og svo kemur Fúsi heim og þá þarf ég að tala svo mikið og já, líka að leyfa honum að tala…. MUNA! Set það í símann minn… “muna að leyfa Fúsa að tala kl 18, 20 og 21:30. Annars gleymi ég því og þá fær hann ekkert að tala.

Hvenær í ósköpunum get ég lært??? Það er sko hellingur fyrir þessa vikuna… er reyndar í fríi á mánudaginn en það er bara ekki nóg.

Þetta með húsin og fasteignasalana… við erum alltaf með augun opin… en vorum bara að komast aðþvi að það er ekki nóg… því að mest spennandi húsin í spennandi hverfunum fara aldrei inn á fasteignasölurnar… þannig að maður þarf að þekkja mann sem þekkir mann. Sem betur fer þekkjum við eina sem þekkir tvo. Veit bara ekki hvort það er nóg. Erum bara búin að skoða eitt á geðveikum stað en það hrynur líklega á næstu dögum.

Og svo vil ég minna ykkur á að vera alltaf:

1. Með nokkuð hárlausar lappir… (ef maður þarf að láta einvhern skoða á sér lappirnar akut… t.d. röntgen eða vegfaranda)

2. Í almennilegum nærfötum… sérstaklega bh (ef það þarf að endurlífga… þeir taka nefnielega eftir bh´inum trúið mér… og þá vill maður ekki vera í götóttum sloggy… nei nei)

3. Vel snyrtar í kjallaranum (ef það þarf að leggja slöngu þar uppi akut)

4. Með hreinar tær (skítugar tær eru ógeð… og neglurnar eru líka smá tíma að jafna sig eftir svart naglalakk og það er erfitt að sjá muninn á skít og restum af svörtu naglalakki)

Thats it

2 Responses to “æðisleg helgi í gangi hjá okkur öllum!!!

  • Hafdís
    17 ár ago

    Hahaha jáþað er sko eins gott að líta vel út og um að gera þó ekki sé nema BARA fyrir sjálfan sig 😉
    Kveðja Hafdís

  • Guðbjörg Valdórs
    17 ár ago

    Þessar reglur lærði ég einmitt þegar að ég var að vinna á slysó í den…. fer aldrei svo út úr húsi nema að þetta sé allt í orden…. ;O)
    Spennandi með húsakaup, verður gaman að fá að vita meira.
    Knús frá íslandinu..

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *