Getnaðarvarnirnar…
„Hér er öruggasta getnaðarvörnin“
Já, hvað höfum við oft rætt þetta hérna á blogginu… eða hvað hef ÉG oft rætt þetta… eða… skrifað um þetta. Og síðan birtist þetta bara á facebook… búið að rannsaka og allt. ÞETTA og bluetooth í eyranu fyrir utan bíl er bAnnaÐ! Nema maður vilji ekki eignast börn og nema maður sé líkamlega fatlaður, þá er bluetooth ok. Annars ekki.
Sokkar í sandölum er jafnólöglegt og að stela síma. Veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því en það eru sektir við sokkum í sandölum. Þær eru reyndar ekki háar, minnir að ég hafi látið einn splæsa á mig ís. Svona háir sokkar við bera leggi eru almenntt óvinsælir á meðal manna, nema maður sé í takkaskóm.
Fyrst ég er komin í pirraða gírinn er best að halda áfram. Held ég hafi orðið pirruð því ég valdi laugardagsnammi sem fór beint í samviskuna á mér. Ég bræddi 650g af hvítu súkkulaði og 150g af ekta smjöri í örbylgjuofninum og borðaði þetta með sleif.
Fyrst sokkarnir eru afgreiddir er best að færa sig upp á við. Önnur nokkuð örugg getnaðarvörn er: Karlmaður fer ekki ber að ofan inn í búð. Alveg sama hversu stæltir, brúnir, ljósir, loðnir, hárlausir, tattooaðir, skreyttir þið eruð! Alveg sama hversu heitt ykkur er, eða hversu flottir ykkur finnst þið vera. Ég nenni bara ekki lengur að standa í röð og finna karlkyns geirvörtur stingast í herðablöðin á mér eða gægjast upp fyrir axlirnar. Það er heldur ekki í lagi að vera berir að ofan á göngugötum. Fólk getur verið bert á strönd og heima hjá sér. Og hana nú.
En einhverjum langar að sjá hálfnakta karlmenn í búð þá er best að fara í „Walmart“ í Klövermarken eða á Skt. Jörgensgade… þar gæti samfélagsfræðinemi auðveldlega gert lokaritgerðina sína.
Að lokum er það þriðja örugga getnaðarvörnin… Facebook logar því stór hópur er svo reiður og svekktur útí RUV fyrir að senda út fótboltaleiki. Skil það takmarkað og það er ekki kynþokkafullt. Kommon… júní og júlí-björtastu mánuðir ársins á norðuhveli jarðar, hver nennir hvort eðer að hanga yfir sjónvarpinu núna? Farið í sund, á fjöll, í heimsóknir, á barinn, í göngutúra, í útileiki, útí garð að lesa eða í búningaleiki. Þetta eru bara 4 vikur. Síðan getiði hellt ykkur aftur yfir imbann og Derrick. Ég ætla aðeins að horfa á með 1/10 af sjóninni í mér því ég hef bara semi áhuga á fótbolta. Spillingin í FIFA fer líka svolítið fyrir brjóstin á mér ásamt mannréttindarbrotum gestgjafanna svo ég íhugaði að sniðganga algjörlega HM 2014. En það tókst ekki alveg. Í kvöld held ég með Costa Rica því salsadansfélagi minn var skiptinemi þar árið 1989. 9/10 af sjóninni ætla ég m.a. að nýta í að lesa þriðju bókina í Hunger Games seríunni og lesa á brottfararskjái á flugvöllum því það eru bara 2 vikur í Íslandsferð!!!
Áfram Ísland!
p.s. það er heldur ekki kynþokkafullt að vera pirraður… veit það… sorry Gamli Gaur :/