aðeins meira…

Æ langaði bara að blogga meira… líka orðið langt síðan síðast…
Ásta frænka næstum rasskellti mig útaf því að ég sletti svo mikið (hef reyndar lítið orðið vör við það ;)) og þess vegna vanda ég mig mjög mikið núna… verð bara að passa mig að fara ekki yfir ísland og til Grænlands og blogga bara á grænlensku. Sko svona eins og þegar maður er að fara á bak á hesti… og lendir yfir… hef reyndar ekki lent yfir (nema þá að ganni mínu) en oft séð fólk lenda yfir. Það er ógeðslega fyndið… sérstaklega þegar amerikanarnir skella með bakið í plánetunni hinum megin við hestinn. Þið vitið hvað ég meina… þið hljótið að hafa séð þennan meðal kana???

Ég var í fríi í gær og fer á kvöldvakt í kvöld.
Hvað haldiði?
….????….
Ég þreif í marga klukkutíma í gær. Áður en ég fór í bæinn með dætrunum og tæmdi budduna.

Ég pússaði alla gluggana í fína húsinu mínu “#%%&”$&#
Og sv gerði ég e-ð fleira sem ég man ekki hvað var.

En í gærkvöldi skein sólin… og þá sá ég að ég þyrfti að pússa fucking gluggana aftur… skíta (lorte) gluggasprey sem var ALLTOF ódýrt.

(ef ég sletti ekki og þýði bara beint þá hljómar þetta svoldið dónalega… myndi aldrei segja “skíta” á íslensku… (roðn)… en get í einstakatilfellum sagt “lorte” á dönsku… sko ef mér er virkilega misboðið… eins og með gluggaspreyið)

En ég vaknaði í morgun… þreif mig, fjarlægði flest hárin á mega loðnu fótleggjunum mínum (hef nú bara aldrei upplifað annað eins í mörg ár…) með einvherjum strimlum frá Veet sem ég fann niðrí skúffu. Já nú er sko búið þetta með raksturinn… börnin farin að kvarta… og nú er bara vaxað… var sko að safna lengd í hárin og ætlaði svo að panta tíma í vax en sé bara ekki fram á að hafa tíma í nánustu framtíð. En þetta Veet er ekkert að gera sig…
Já svo drakk ég kaffi og kakó og borðaði slatta af brauði og horfði á 8 fréttirnar… og las Sönderborgardagblaðið sem var nýkomið inn um bréfalúguna
Svo sagði eg við sjálfa mig: “Dagný, nú verðuru að taka þig saman og pússa gluggana aftur og gera svo eitthvað meira…”
Og ég gegndi og stóð upp, náði mér í blauta hreina tusku og dagblaðið og pússaði þannig…. ekkert hræódýrt gluggasprey. Ákvað bara að gera þetta á gamla mátann… sko með dagblaðinu… eins og var gert í gamla daga áður en tuskurnar voru fundnar upp.

En áður en ég byrjaði, þurfi ég að vera fyndin og girti soya bolinn minn (frekar ljótur) oní íþrottabuxurnar og togaði þær vel upp… hló frekar mikið af sjálfri mér fyrir framan spegilinn.
Svo svoldið seinna byrjaði ég að pússa… líka að utan. Opnaði herbergisgluggana upp á gátt (opnast eins og hurðir) og pússaði og pússaði. Þegar ég stend við gluggana ná þeir niður fyrir rass.
Og svo fór ég inn í stofu og pússaði og pússaði… þangað til ég fattaði að ég var ennþá eins og asni með bolinn oní buxunum. Á sko rosalega marga “á móti” (genbo) nágranna… og ég dó næstum aftur úr hlátri. En kláraði dæmið.

Nú nenni ég alls ekki að blogga meira… ætlaði samt að segja ykkur frá húsum og fasteignasölum eða e-ð í þá áttina. Geri það bara seinna.

3 Responses to “aðeins meira…

  • Guðbjörg Valdórs
    17 ár ago

    Hejsa.
    Sé þig fyrir mér með „girt oní“ frekar smart eflaust 😉 en já það virkar alltaf að pússa bara með dagblöðum.. líka gott að blanda edik í vatn og strjúka yfir gluggana áður og svo pússa. Klikkar aldrei!!
    Hlakka til að heyra frá húsum og fasteignasölum, en annars alltaf gaman að lesa pistlana þína með slettum eða án.
    Hitti Sævar pabba þinn um sl helgi, Valdór var ekki lengi að titla hann afa.. leyst svona vel á gamla 🙂
    Knús til ykkar.
    Guðbjörg.

  • Hafdís
    17 ár ago

    Gluggapúss er bara svoooo leiðinlegt að ég skil vel að þú hafir þurft að skemmta þér eitthvað bæði fyrir og eftir.
    Bið að heilsa og góða skemmtun til Fúsa um helgina.
    Kveðja Hafdís

  • Jahá! svo ÞETTA er semsagt galdurinn við gluggana…. prófa það næst þegar sólin skín innum gluggann minn sem verður nú kannski ekki fyrr en í vor… ef ég er heppin!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *