foreldrafundur og toblerone

Var að laga mér kaffi (í annað skiptið í dag) og ætlaði að ná mér í toblerone eða e-ð í skápinn… vissi að ég ætti allavega 3 bita af toblerone… en nei… allt horfið… þessi börn sko… vorum nefnilega á forledrafundi í gærkvöldi og þær einar heima og þá er sko tækifærið notað… (ekki að þær fari yfir mörkin en mig langaði í súkkulaði núna).
En þetta er þakklætið frá þessum blessuðum börnum… Aldís fékk bara einar Baggy buxur, belti og asics hlaupaskó í gær. Svala fékk Baggy buxur fyrir helgi og það voru pantaðir hlaupaskór í gær… líka asics. Og svo stálu þær þessum þremur bitum af toblerone… !!!

En foreldrafundurinn var frábær… þetta var Aldísar bekkur og þau eru búin að fá nýjan kennara eftir að við kröfðumst þess í vor ásamt því að krefjast góðs kennara. Bekkurinn byrjaði með draumakennarann hana Mette en hún fékk einhverja flotta stöðu þegar Aldís var í hmmm 4. bekk minnir mig. Svo varð bara skandall. En þessi nýja my god… hún er æði. Fullorðin kona sem er búin að vera með unglinga síðustu 10 árin, var ein af þeim sem stofnaði Alssundsskólann (10. bekkur) og er gnísturinn fyrir kennslunni eykst bara. Og hún gerði 4ja ára samning. Allir eru sáttir í dag… Callesen skólastjóri rak meira að segja inn nefið í gærkvöldi og honum var þakkað sérstaklega fyrir að hlusta á okkur og gera sitt besta… hann sagði reyndar að hann hefði ekki haft neitt val því talsmenn bekkjarins voru víst ekkert þeir indælustu (de södeste). Vona bara að allt eigi eftir að blessast.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *