Kristalsskálin…

Ég lenti inn í skúr og ofan í kassa um daginn. Kassanum hafði verið lokað í maj 2001. Ofan í kassanum fann ég kristalsskál sem amma í Berlín hafði átt. Ég varð himinlifandi og fékk skálin að fara inn í hús ásamt leirskál eftir Svölu heitina tengdamóður mína og grænum kistli sem Stebbi langi (Stefán langafi) smíðaði í Stakkahlíð árið 17hundruðog súrkál.

Þetta var fyrir viku síðan.

Í kvöld langaði mig að nota kristalsskálina en fann hana ekki. Byrjaði á því að leita sjálf. Síðan setti ég Sigfús í málið og við snérum öllu við. Ekkert gekk. Þá voru stelpurnar sóttar til að aðstoða við leitina. Ég var orðin verulega áhyggjufull. Kenndi Fúsa um að hafa misst hana og leynt því fyrir mér. Hann varð fúll. Hann sagði að það væri óþarfi að vera með ægðarlæti. Ég sagði að þetta væri mikilvægt. Hann spurði hvort ég myndi bregðast svona við á gjörinu ef mikið lægi við. Ég sagði að þar yrði ég alltaf að vera pollróleg útávið en að nú væri ég heima, umkringd fjölskyldunni og gæti leyft mér að fara í kast útaf skál. Hann sagði að líklega eina leiðin til að róa mig væri að rota mig!!!!!!

images

Hvers á ég að gjalda?

En skálin fannst… þar sem ég setti hana síðast. Ég hellti hana fulla af M&M því þótt það sé líklega álíka óhollt og heróín, þá elska ég það!

IMG_7036

M&M er ekkert nema sykur, litarefni, glansefni, rotvarnarefni, spritt og bensín. Algjört EITUR. En ég er forfallin. Ég borða það eins og blá- og krækiber… set fulla lúku upp í mig í einu.  Og afleiðingarnar… hRæÐiLEg prumpulykt! :/

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *