Ég þori alveg að blogga þótt ég hafi verið “skömmuð”… En stundum þarf að skamma mig, það segir og gerir Fúsi allavega og já, líka bankaráðgjafinn og fleira fólk.

Alla síðustu viku lá ég yfir verkefninu mínu… finnst alltaf gaman að gera verkefni eða ritgerðir eða hvað þetta nú kallast, en finnst það líka alltaf erfitt. Finnst erfitt að halda rauða þræðinum í gegnum allt og erfitt að finna og greina kenningar og láta svo allar kenningarnar “ræða” saman (diskussion) út frá “problemformuleringunni” (vandamálið í einni spurningu) og reyna að finna niðurstöðu og svar við vandamálaspurningunni og sjá þetta svo allt í framtíðarhorfum í samfélaginu… eða what ever…. fuck fuck fuck þetta er vonlaust dæmi… plís má ég sletta??? 😉

Alveg rétt, ég ætlaði að segja ykkur frá nágrannanum okkar.
Á fimmtudagskvöldið kom ég skjögrandi heim um 5 leytið. Bar óteljandi bækur + fartölvuna á öxlunum, var alveg búin á því en samt svo hamingjusöm því mér finnst gaman að gera verkefni. Gamla konan frá Tyrklandi sat á rollatornum (orðið er líka notað á íslandi) sínum fyrir utan og stundi eins og hún er vön. Ég heilsa henni með rosabrosi og hæi.
Hún brosir og segir: “hæ, fogg”.
Ég: hmm hvað segirðu?
Hún: “ååhhh fogg” og bandar út hendinni.
Ég: ”jáhá og hér siturðu bara og hvílir þig…?”

Og hún brosti svo fallega til mín. Svo fór ég bara upp og reyndi að túlka það sem hún sagði…. fogg…?
Hún er sko vinkona okkar, en samt meiri vinkona Fúsa því hún hefur sagt honum miklu meira en mér. En okkur finnst samt frekar erfitt að skilja hana en erum innilega sammála henni að það sé svo ósanngjarnt að hún fái ekki íbúð á jarðhæð. Og svo samgleðst ég henni mjög mikið yfir að búa við hliðina á fjölskyldunni sinni því þá geta þau hjálpað hvort öðru og einangrast ekki. Og svo er alltaf góð matarlykt fyrir utan dyrnar hennar.

En tilbaka í bloggið… föstudagurinn var líka bara verkefni.
Laugardagurinn var verkefni, hlaup og hjól.
Aldís fór á handboltahelgi í Ulke og eins og venjulega var hjólað inn peningum… Aldís alveg í skýjunum… eða þannig! Svala er í hlaupahóp í skólanum og þau voru búin að melda sig í Sönderborg handel march 4,5 km ásamt hlaupaþjálfaranum sem er víst MJÖG fræg (að sögn Svölu), var víst í handboltalandsliði kvenna. Trúi henni alveg, því þetta passar alveg því fræga fólkið virðist elta mig þessa dagana… er að meina það. Ættuð bara að vita!!!

En Svala bauð mér að hlaupa með… vill hafa mömmu í formi… og við mættum… en þá hafði eitthvað miskilist… þetta var bara labb… enda eins og nafnið gefur til kynna. Allir bara í einvherjum venjulegum buxum og óhlaupaskóm. En hlaupaþjálfarinn vildi ekki svíka börnin og pískaði þeim af stað og ég vildi ekkert vera lummó og labba bara þannig að við 2 gömlu hlupum með þessum orkuboltum… vorum um 30 min að hlaupa þetta í með og mótvindi. Mjög gaman og hressandi. Vorum náttl lang fyrst í mark… en þar sem þetta var ekki keppni fengum við engin verðlaun.

Aldís gisti í Ulke og horði á söngvakeppni barna og við vorum heima að horfa á söngvakeppni barna. Kláraði svo verkefnið í nótt og sendi yfir sundið til yfirlesningar (korrektur).
Í dag fórum við Svala og Perla svo í SFS höllina í tímavörslu, eða ég… þær máttu náttl lítið trufla og kaffiterían ekki opin og getið því rétt íyndað ykkur… ooo við höfum ekkert að gera…. en samt voða stilltar… Perla sá gamla liðið sitt spila, við sáum Aldísar lið spila þar sem hún skoraði 2 mörk af þremur og spilaði svo miðjumann (center) og gekk þvílíkt vel. Svoldið erfitt að vera á dómaraborðinu og meiga ekki fagna… Fengum áminningu 2svar… En svo áttu frekar stórir strákar að spila og þá fékk ég pínu klump í magann… ég var ritari (er venjulega á tímatöflunni) og það er sko ekki auðvelt þegar allt gerist og allt þarf að ritast. Svoldið mikil pressa fyrir eina svona takmarkaða eins og mig sem getur ekki gert marga hluti í einu.

Svala og Perla bökuðu pönnukökur í dag… aðgerðin hét “pönnukökubakstur mínus fullorðnir”, sem þýðir að fullorðnir meiga ekki snerta neitt.

Fór upp í skóla áðan og prentaði út og skilaði… með skjálfandi hendi…
Og hugsaði til þess ef ég fæ bara 7… já eða 4… oj oj oj. Ömurlegt… nýja einkunnarkerfið komið í gang. Ef ég fæ ekki 10 fæ ég 7 eða 4. Þetta virkar svona eins og ABDCEF kerfið.
Er ekki hrifin.

Á morgun byrja ég í praktik, semsagt enn einu sinni ný. Er ekkert farin að spá í það. Tek því bara eins og það kemur. Er næstum orðin ónæm fyrir að vera ný. Fyrst var ég alltaf svo vingjarnleg… “ertu búin að vera hjúkka lengi?”… “áttu börn?”… lærðirðu hérna í Sdbg?”… bla bla bla … hverjum er ekki sama…? Það eina sem mér dytti í hug að spyrja um núna væri: “hvernig gleraugnaáskrift ertu með?”… nefnilega flestar hjúkkur með ógeðslega flott merkjagleraugu… og mig langar í gleraugu… eða sko ég þarf gleraugu.

Góða nótt.

7 Responses to “

  • Drífa Þöll
    17 ár ago

    þú yrðir svaka professional með töff gleraugu! er ekki tími til að redda því??? vertu þá kærlega velkomin í klúbb okkar gleraugnaglámanna!

  • ég nota gleraugu .. hefuru séð mig með gleraugu? 😀 hehehhe
    djö vesen að þú komist ekki í körfuna á morgun.. verður nú ekkert án þín..
    ohh jeg á að vera að taka til.. gengur svona líka vel.. er mætt á netið ! knús

  • held ad fólk myndi nefnilega taka miklu meira mark á mér með gleraugu…

  • Ásta
    17 ár ago

    Vá. Mikið svakalega tekuru skömmum vel, ég barasta skildi allt saman nema rollatornum sem er bæðevej ekki notað á Íslandi. Mér finnst líka mjög kúl að setja dönskuna í sviga en ekki íslenskuna eins og þú gerðir alltaf, þú ert nú þrátt fyrir allt íslendingur (þrátt fyrir að mar hafi stundum á tilfinninguna að þú viljir skipta um ríkisfang („,) Keep it comin´girl
    Já og með gleraugun, mæli ekki með því. Take it from me (mar má sletta aðeins). Þér finnst þú bara vera gáfulegri alveg þangað til þú byrjar að nota gleraugu. Pældu aðeins í því ef þú þyrftir að nota gleraugu…..þá myndir þú alltaf synda skakkt í sundi þar sem þú veist aldrei hvert þú ert að fara, þú myndir alltaf svitna á bakvið eyrun og á nefinu þegar þú ert út að hlaupa, endalaus móða þegar þú kemur inn úr kulda (mjög boring), þetta er rándýrt sport og síðast en ekki síst þá lúkkaru mjög nördalega á djamminu …. ég meina hvenær hefuru séð kúl fólk á djamminu með gleraugu? Ok ég veit að það eru til linsur en þær skemma augun með árunum og margir neyðast til að hætta að nota þær (aka ég).
    Af hverju í ósköpunum helduru að ég hafi eytt 300 þúsundum í að losna við gleraugun. Alveg er ég viss um að þú vildir gera eitthvað annað við peninginn. Hmm.
    Hlustaðu nú á gömlu reyndu frænku þína hehe

    Ásta gamla

  • Ásta… konur með gleraugu eru mjög oft mega sexy 🙂

  • …og konan mín yrði meeeeega sexy 🙂

  • ég tek gagnrýni (bæði neikvæðri og jákvæðri) oftast vel því ég vel að líta á hana sem uppbyggjandi… sko uppbyggjandi gangrýni… heitir það ekki það?
    Þetta hef ég lært með aldrinum 😉

    hehe jú jú ásta, rollator er notða á íslandi… borið fram rúllator… trúðu mér.. hef verið þar 😉 þetta er allavega notað á sjúkrahúsunum.

    ég myndi aldrei skipta um ríkisfang… það eina sem pirrar mig við að hafa ekki danskt er að ég get ekki kosið í ríkisstjórnarkosningunum… en lifi það af 🙂

    ég þarf sko ekkert gleraugu en í hversdagsleikanum er ogeðslega flott að vera með flott gleraugu… þarf ekki einu sinni að vera gler í 😉
    En sammála, færi ekki með þau á djammið (vegna móðunnar) en myndi pottþétt fara með þa´a kaffihúsin… 🙂

    En heyrðu góða… það voru allavega 6 slettur hjá þér í þínu kommenti…
    bara ekki á sama tungumáli og ég nota 😉
    mátt þú bara?
    mange qnuzzer fra mig 🙂

    og p.s. síðustu 2 komment á ég ekki… hver haldiði?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *