A-Z

Svala fór á æfingu áðan, og Fúsi og ég fórum í Netto, og síðan í A-Z (stór búð full af allskonar dóti) til að drepa síðustu 35 min áður en Svala yrði búin. Þar sem A-Z er ekki skemmtilegasta búðin í Sönderborg, og tíminn drepst hægt, datt mér í hug leikur um leið og ég greip hárfroðu úr hillunni (það eina sem mér vantaði og keypti). Ég ákvað að vera sjónvarpskona… og alltaf þegar ég sagði e-ð við Fúsa var hárfroðan notuð eins tv mikrafónn. Og viti menn, ekki nóg með að ég hló mig máttlausa í hljóði… heldur hló fullt af fólki að mér. Og þarna sló ég fullt af flugum með minni fyndni og hjálpaði líka öðru fólki að drepa tímann.

Náðum svo síðustu 10 mínútunum af æfingunni og sáum Svölu taka “Asmussen” takta í markinu.

2 Responses to “A-Z

  • Ohhh…. helv… vesen, ég sá ykkur keyra að A-Z í gær, en þá var ég búin svo að ég missti af öllu showinu þínu, ekki nógu gott.
    En ég verð nú að segja að það eru margir falleri er en markvörðurinn Asmussen í bæði danska og íslenska landsliðinu.
    Vona að boltinn hafi gengið vel hjá skvísunni í dag.
    Kv. Begga

  • Stryger, Leegard, Spellerberg, Hvidt og Arnór (minnir mig að hann heiti) eru líka þess virði að horfa á… það er alvg ´rett hjá þer Begga. Náði að studera það enn meira í gærkvöldi, þvílík unun þessi klukkutími.. ha!

    heilsur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *