Stafet for livet

Ég er að meina þetta… þetta sem ég spurði um um daginn (eftir natlöbet).. geta nýrun í manni sprungið þegar maður hleypur yfir sig???

Fórum í morgun kl 9 til að vera með í Stafet for livet… (krabbameinsfélags uppákoma) og fyrir íslendinga á ísl þýðir Stafet bara Boðhlaup.
Virkaði sko svona að það þurfti stanslaust að hlaupa/labba með ljós frá kl 1300 í gær til 1100 í morgun. Og það voru náttl lið… og ég var í liði með CVU Sygeplejeskolen. Og þar sem við vorum ekkert mjög mörg þurfti ég að taka 2 tíma að mér… Hef náttl ALDREI hlaupið í 2 TÍMA… mest 45 min. Og það er náttl fáranlega hallærislegt að labba… En varð að labba svoldið (örugglega alveg 3 hringi í allt… shit! en það voru samt nokkrir sem löbbuðu næstum bara… fólk m hunda, gamalt fólk, fólk með eina löpp eða e-ð og fólk með sjúkdóma), og ég var að deyja… ALLSSTAÐAR… tók stelpurnar með mér… þær tóku sér pásur og horfðu á leikrit og borðuðu hollt inn á milli, já og sóttu vatn handa mér og ipod og fleira. Annars held ég að Svala hafi hlaupið í allavega klukkutíma í allt.
Aldís var ekki alveg í gírnum en stóð sig samt vel.

Fékk komment frá einum Mr. Klausen manninum að ég mætti ekki píska börnin svona áfram… anskotinn hafi það… börn hafa gott af að hreyfa sig… sérstaklega í þessu “postmoderne samfund”…

En sygeplejeskolen vann ekki… fuck… ég sem lagði mig alla fram… þau hafa örugglega verið full í nótt og klúðrað öllu… nei nei… kannski bara ekki bestu hlaupararnir á svæðinu.
Annars heyrði ég í sumar á íslandi að danir gætu bara alls ekki hlaupið… væri svo þungur á þeim rassinn… hehe finnst þetta alveg brilliant. En afhverju vann þá ekki liðið mitt…??? hmmm??? Ég er ekki dani með þungann rass!!!

En núna líð ég af kronisku hungri vegna alltof mikillar brennslu og mér er svoldið íllt hingað og þangað og á skilið nudd!!!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *