Gáta

Mér datt í hug að búa til gátu svona snemma morguns. Hélt reyndar að það væri mánudagur og átti þetta að heita mánudagsgáta en háttvirtur húsbóndi sagði að það væri fimmtudagur. Svo þá heitir þessi gáta bara fimmtudagsgáta. Enda skiptir engu hvaða dagur er.

Gátan hljóðar svona:

Hvar hef ég haldið mig síðastliðnar 2 nætur ef ég hef fengið eftirtalið að borða?

  • Marineraðar mozarellakúlur með sólþurrkuðum tómat
  • Tortillarúllur með brakandi stökku grænmeti og roastbeef (held að þetta hafi verið roast beef, en skiptir ekki öllu því bragðið var eins og draumur)
  • Fersk jarðarber, brómber og blæjuber
  • ískalt klakavatn
  • Ilmandi heimabakað gróft þríhyrningsbrauð (það var enn volgt og ég fékk gæsahúð)
  • Jarðarberjatertu
  • Steiktan fisk
  • belgískar vöfflur með ís og lekandi súkkulaðisósu
  • þurrkað nautakjötshreiður með piparrótarsósu og sultaðri papriku (þetta smakkaðist eins og e-ð sem vitringarnir þrír gætu hafa fært Jesú litla)
  • súkkulaðihjúpaðan ananas (ímynda mér að það sé svipað og alsæla)
  • Rjúkandi stofnanakaffi með heitri nýmjólk
  • heimabakaðar bollur með ofilíafræjum (??? veit ekki hvað það er).
  • hvítlauksmarineraðar olívur
  • útrunnið sælgæti

Man ekki eftir fleiru og held svei mér þá að ég hafi engu gleymt…. nema að taka mynd. En í svona veislu gleymist það eðlilega.

já, getiði nú ef þið getið ekki einbeitt ykkur í vinnunni.

Eigið góðan dag.

P.s. það eru verðlaun fyrir rétt svar. Verðlaunin eru ekki af verri endanum… símamynd af hundinum mínum tandurhreinum í framan 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *