afhverju skrifa eg alltaf svona mikid… sumir geta ekki einu sinni lesid :(

Útskýring á evt. Grænlandstrippinu mínu:

• Praktik í mars eða apríl
• Bara 2 vikur
• Í sambandi við bachelor
• Líklega alein 🙁
• Freemovers sem þýðir lítið um styrki frá hinum og þessum
• Þarf fullt af hlýjum fötum.

Á mánudaginn þegar Svala og ég vorum næstum komnar heim eftir að hafa hjólað lengst frá Dybböl sagði hún mér að hún væri alltaf svo hamingjusöm eftir fótbolta æfingar/leiki… þótt þær töpuðu.
Í gær kom hún heim, spurði einnar spurningar, fékk ákveðið nei og þá hrundi heimurinn. Tilkynnti mér að ég hefði rústað lífinu hennar og gert hana að óhamingjusömustu stelpu í öllum heiminum og það væri bara ein leið til að finna hamingjuna aftur. Og þar sem svarið breyttist ekki… bara áfram nei með tilheyrandi rökum og útskýringum varð Svalan mín sótsvartsýn á að verða nokkurntímann hamingjusöm aftur… allavega ekki fyrir jól!
Hún hafði nefnilega séð kanínur og kanínuunga heima hjá Agnes vinkonu sinni og Agnes hafði gefið henni einn ungann. Svo rústaði ég tilverunni með einu orði.

Í gærmorgun bjó ég til rækjusalat.
Í morgun sat Aldís við eldhúsborðið og borðaði Speltbrauð með rækjusalati. Sagði að sér fyndist rækjusalat æðislegt… umm namm namm.
“En mamma, geturðu ekki sleppt rækjunum næst???” spurði hún um leið og hún plokkaði allar rækjurnar úr.

Svala er á gríns að fara í 4 afmæli um og í kringum helgina… 1 á föstudag, 1 á laugardag, 1 á sunnudag og 1 á mánudag. Svo er ísl.fél skemmtun á laugardaginn og á sunnudaginn tökum við þátt í Staffet for livet á sunnudaginn. Svo er fótboltaleikur hjá henni upp í Aabenraa á mánudaginn. En allt púslast þetta saman… en hún hlýtur að verða þreytt eftir þetta.

Bla bla bla

….. ….. ……

Það eru fleiri íslendingar komnir í skólann MINN… Allan tímann höfum við Kristrún verið einu ísl. í skólanum og varla hæjað hvor á aðra… enda ekki í sama bekknum.
Í dag heyrði ég bara geðveika íslensku í “forhallen”… ég er víst ekki ein í heiminum lengur… En þessar eru heldur ekkert í mínum bekk… bara á 1. önn hehe litlar… Nú er ég bara næstum stærst!!!
Þetta er svipað og þegar ég var í barnaskóla… svipuð tilfinning…

….. ………………………..

Fékk sms í gær sem hljóðaði ca. svona: Hæ, var að melda okkur í Bootkamp í City á morgun kl 17. Sjáumst.

Ok ég alveg til… hitaði upp í gærkvöldi og hljóp hring með mínum æðislega sambýlismanni.

Svo var bara aflýst…alltof fáir meldaðir… öv böv. Ógeðslega svekkt… langaði svo að fara að byrja á einhverju skipulögðu.

Og ég fékk hippakennarann í XXXXL sem vejleder í verkefninu í næstu viku… Ledelse og organisation. Hehe algjör snilld. Kannski verðum við vinkonur og förum reglulega á kaffihús og verðum í bíóklúbb saman 😉

2 Responses to “afhverju skrifa eg alltaf svona mikid… sumir geta ekki einu sinni lesid :(

  • Helena Mist og Guðný
    17 ár ago

    Hvar fær stelpan alla þessa orku????
    En ég er alveg sammála Aldísi varðandi rækjusalatið,,,,hehehehe.
    kveðja
    Guðný og Helena Mist

  • þetta er víst ekki sjálfvalið… sko afmælin… en hún hefur mikla orku og líður best þegar hún hefur mikið að gera 🙂
    þið eruð gikkir… já og þaðan kemur þetta… frá pabbanum 😉
    knus Dss

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *