skór

Fór í bíó í gærkvöldi… fyrsta bíóferðin með filmklúbbnum. Sáum myndina “kærlighed paa film”… ok mynd, myndi varla nenna ad horfa á hana aftur.

Við Svala kíktum í bæinn í dag… leituðum að skóm á hana… ég er að klepra á Sönderborg og skóúrvalinu á stór börn. Tók ca 1 ár að ramba á Kawasaki skó á Svölu… þeas réttu stærðina. Það hafa heldur ekki fengist Vans skór eins og hún vill. Og núna langar hana í All Star skó… þessa þarna rauðu Converse e-ð. Við tékkuðum Skoringen… nei… fórum svo í Intersport og nei… en sæta stelpan vildi gjarna panta fyrir okkur. Ekkert mál… en þá yrðum við að kaupa þá!!!
Ég bara: “en ef hún hefur ekki möguleika á að máta hjá ykkur og þeir sem við pöntum passa ekki, þurfum við samt að kaupa parið?”
Hún: “yes”
Ég: “ok ég er farin yfir í Sportmaster eins og venjulega”

Og við yfir í Sportmaster eins og við erum vanar.

Þar áttu þau ekki all star barna og ég missti mig við indæla Carsten og sagði að það væri totally óþolandi að reyna að versla skó a börn á mínum aldri hérna á hjara veraldar því það fengist aldrei neitt og alls ekki neitt öðruvisi en allir hinir eru í. Og það sem væri eins og allir hinir væru í væri ekki til í þeim nr eða litum sem ég þyrfti. Sagði honum líka að Intersport væru ekki mitt álegg á brauðið.
Carsten bauðst til að redda skónum og panta þá fyrir mig… án þess að ég væri skyldug til að kaupa þá ef þeir pössuðu ekki.

Svo fékk ég samviskubit yfir að vera pirra mig á svona smámunum eins og SKÓM þegar fullt af fólki á erfitt í kringum mig. Í dag var nágranni okkar jarðaður og bara það að horfa á fánann í hálfastöng í garðinum mínum fær kökkinn í hálsinum til að gera vart við sig ennn einu sinni. Saug líka þokkalega upp í nefið þegar ég lagði blómvönd við dyrnar hjá þeim.
Nýbúin að frétta af fleirum sem eiga erfitt þessa dagana og finnst bara lífið virkilega ósanngjarnt við suma og er virkilega þakklát fyrir að vera heppin. Íhuga alvarlega að skipta algjörlega yfir í ökologiska fæðu og ætla að reyna að vera enn betri manneskja við alla í kringum mig.

Eftir bæjarferðina skutlaði ég Svölu og hjólinu hennar lengst út í Dybböl á fótboltaleik, skilaði svo bílnum heim því hann átti að fara í viðgerð.

Tók svo hjólið mitt og hjólaði lengst útí Dybböl…ég er að tala um forsamlingshusið hjá kirkjunni.
Ég hjólaði sko miklu lengra en Dybböl mylla… örugglega fleiri tugir km.
Og ég kafnaði næstum… því það var svo mikið rok.
Hef náttl ekki hreyft mig alvarlega síðan í natlöbinu… bara svona hugguhjóla í skóla og bæinn… engin púls að ráði.
Svo hjóluðum við heim og það sem þetta er falleg leið… skítt með skóúrvalið í Sönderborg.
Og ég þurfti heldur ekki að fara út að hlaupa í kvöld (þarf sko að æfa mig aftur fyrir næstu helgi því við tökum líklega þátt í “staffet for livet”).
Fúsi kleip mig í rassinn eftir að ég kom heim og braut nögl… hahaha

Aldís er byrjuð í sundinu aftur og það er íslensk stelpa með henni í hóp. Ein 14 ára sem við höfum aldrei heyrt um.
Skil þetta ekki… hvaðan koma allir þessir íslendingar?

6 Responses to “skór

  • Dísa
    17 ár ago

    Hm… spurning um að skreppa bara til Flensburg eða bara Kolding til að Shoppa. Ég er alltaf til…úrvalið hlítur að vera betra þar. Það er allt í lagi að pirra sig yfir skóm eða einhverjum litlum hlutum, svo lengi sem maður er þakklátur yfir hversu ómerkilegir hlutir eru að hrjá mann….
    Risa knús
    Dísa

  • Já það er sko ekkert hægt að versla hér.. og allir í alveg eins.. það var gláptá mig í skólanum því ég var í fötum frá ameríku ógesslega gaman að fá svona athygli sko ! hahha en styð hana í að velja converse.. klárlega the töffness í dag. Og… ó já maður á að vera þakklátur fyrir að vera heilbrigður (þó svo maður sé nú alveg svona hmm kreisí smá).
    Ég var að koma úr búð og keypti bara ökológíst .. ætla að vera fáránlega healthy.. það fer mér best ! 🙂 kemuru í körfu í kvöld ? mig langar svooo !

  • Íslendingar á hverju strái, merkilegt miðað við það hvað við erum fámenn þjóð.
    En þið eruð ekkert smá duglegar að hjóla og ég ekki enn búin að fjárfesta í fáki :-S
    See you soon…
    Kv. Begga

  • Dísa: Kolding ætti að gera sig… hefur gert það hingað til :)… en ég er nu ekkert mikið Flensburger-fan 🙁

    Maja: alltaf æðislegt að fá athygli og sérstaklega jákvæða 🙂
    Fór á ættarmót í sumar og það voru bara 3 gerðir af peysum þar…
    það voru allir eins… nema ég í minni Peak performance hehe leið eins og þér leið í dag…. þú hér frá USA og ég í Skagafirði frá Sönderborg 🙂

    Begga: þegar bíllinn er á verkstæði hefur maður ekkert val… við erum nefnilega ekkert sérstaklega duglegar fyrir utan þetta daglega venjulega 😉

    takk f kvittið stelpur… 🙂
    knoss

  • Hafdís
    17 ár ago

    Heyrðu já, talandi um Íslendinga. Þurfti að koma við í íslenskunni í dag og þar þekkti ég minna en helming barnana ótrúlegt alveg 😉
    Já maður á sko að þakka fyrir sitt þó það sé nú allt í lagi að kvarta smá enda mest í nösunum á manni. Vel orðað hjá Dísu finnst mér.
    Kveðja Hafdís

  • Drífa Þöll
    17 ár ago

    hæ, long tæm nó sí!
    var að velta fyrir mér með grænlandsferðina; tekurðu ekki örugglega með þér snjóþotu, já eða stýrissleða eins og við lékum okkur á á tókastöðum forðum??? væri til í að taka salíbunu niður grænlenskan jökul…
    ég er líka voða glöð að sjá að allt gengur ykkur í haginn og að helstu vandamálin séu val um skó eða kanínur. maður er heppinn að eiga allt sem maður á og þá helst fólkið í kringum mann, það er dýrmætast. jæja áður en ég fer að skæla þá kveð ég…. 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *