jolagjafalistinn

Heyrði auglýsingu á íslandi þegar ég var þar í sumar um að það væri verið að fljúga ódýrt til Grænlands… my ass. Sorry en hvað kallast ódýrt??? Það ódýrasta sem ég fann var til Kulusuk á 45000 iskr. Og bara á mjög fáum spes dögum. Hehe ég kæmist ekki heim aftur fyrr en voraði. Og hvernig á ég að komast frá Kulusuk til Ammassalik um hávetur??? Sko á öruggann hátt???

En allavega… mig langar í innanundirföt frá Helly Hansen, bakpoka frá Haglöfs (einn stórann og einn litinn), hrikalega góða vettlinga frá Haglöfs eða bara einhverju góðu útivistarmerki.

Alvöru ullarsokka… hver nennir að prjóna??? (nota 39)

Er hægt að fá termodömubindi…???

Hvernig skófatnaður er notaður á Grænlandi???
Inge IK hló bara að mér þegar ég talaði um vatnshelda gönguskó í dag… hún sagði að ég þyrfti snjóstígvél… hvar fær maður snjóstígvél…???
Hún sagði líka að ég þyrfti vasaljós ef ég endaði í einhverri bygðinni… væntanlega engir ljósastaurar…

Já svo vantar mig góða húfu og trefil.

Fúsi vill ekki að ég fari ein eftir að ég sagði honum að ég myndi kannski gera einhverjar rannsóknir á Grænlensku Bodega. Kannski taka viðtöl við orginalinn.
Hann sagði að það væri svo há glæpatíðni og morðtíðni á Grænlandi. Líka svo dimmt. Ég sagði að ef það væri há morðtíðni þá væru þeir útdauðir… hmmm kannski ekki rök sem halda vatni en samt.

Ok nú hafiði einhverja hugmynd hvað mig nauðsynlega vantar í jólagjöf…

One Response to “jolagjafalistinn

  • jæja svo það er bara verið að fara til Grænlands!!! spennandi! búin að missa af nokkrum færslum og því er möguleiki að spurningar eins og: ertu að fara í praktík? hvenær ferðu? osfrv, vera bara út úr kú svo þess vegna spyr ég ekki, en les kannski fyrri færslur fyrst til að leita svars….

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *