ég elska þig

Fyrsta Grönlandsviðtalið í dag… International koordinatornum leyst svo vel á hugmyndina mína…
Bráðum kemur jólagjafalistinn minn út á blogginu… líklega dominera hlý föt þar… og ullarsokkar… og vasaljós.
Og mig vantar stað að búa á… þekkið þið einhvern sem býr í Amassalik, Nuuk, Sisimiut eða Narsarsuaq sem getur leigt mér herbergi í 2-3 vikur í mars eða april, eða veit um e-ð?
Ég er ekki að djóka… og það væri ekki verra ef það væri einvher úr heilbrigðisgeiranum.

Það orðaval sem hefur verið ráðandi á heimilinu í dag hefur verið: “mundu hjálminn”, “farðu varlega”, “ekki sms eða tala í símann á hjólinu”, “ég elska þig”, “ég elska þig”, “ég elska þig”, “farðu varlega enn og aftur”….
Það sem gerist fyrir nágrannann getur líka gerst fyrir okkur…
Að sjá nágrannana útum gluggann og reyna að setja sig í þeirra spor kemur tárunum auðveldlega á hreyfingu… að furða sig á hvernig það er hægt að sitja úti og drekka kaffi þegar það er nýbúið að rústa tilveru fjölskyldunnar. Dást að styrknum sem brýst fram þegar á þarf að halda… styrk sem flest okkar halda að við búum ekki yfir en búum samt yfir.
Að horfa á Cille litlu leika sér í fullu fjöri í kringum fullorðna fólkið sem heldur andlitinu eftir þörfum kemur manni til að þakka þeim sem skapaði manninn fyrir varnaviðbrögð líkamans (forsvarsmekanismen) sem gera börnum kleift að komast auðveldar í gegnum ólýsanlega erfiðar aðstæður… í þessu tilfelli föðurmissi.
Svona aðstæður eru svo langt frá minni fantasíu… og get ekki ímyndað mér hvernig ég myndi bregðast við… held ég myndi ekki sjá neina leið… sé sjálfa mig fyrir mér snarklikkast þvi ég gæti ekki hugsað mér lífið án míns manns.

En það sem ég vildi sagt hafa, er að fariði varlega… notiði hjálma og belti, látið símann liggja og fylgist með hraðamælinum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *