viku blog…

Föstudagur 24. ágúst (besti mánuðurinn)
Já á föstudaginn undirbjuggum við gestakomu og hlaup. Keyptum okkur fleiri stuttbuxur… sóttum numer og chips og borðuðum hollt og drukkum engann bjór.

Já og ég gerði bara eins og sannur elite íþróttamaður eða allavega fótboltaspilari… sturtaði bara í mig verkjalyfjum (daufum) og fann 3 vítaminpillur í dalli upp í skáp og át þær allar í einu… í þeirri von um að verða mikið betri manneskja líkamlega séð.

Þegar við komum niðrá Söndertorv og vorum innan um hinahlauparana varð ég nú svoldið stressuð skal ég segja ykkur… allir í professional hlaupabuxum… skóm sem kosta bóndabæi og í bolum á stendur t.d.: Marathon 2006 Bejing eða Marathon 2007 Hamburg eða elitelöbeholdet Aalborg… eða þaðan af verra… svona voru næstum allir… shit.
Nema sætu stelpurnar frá Statsskolen sem voru með ógeðslega flottar axlartöskur, eða drukknu drengirnir frá Buisness collage syd sem stútuðu tugum bjórdósa bara í upphituninni. Ok við mægður hlytum nú að hafa þau… maður getur ekki hlaupið fullur.. vel?

Og svo hlupum við… og við hlupum og hlupum… og vorum ekkert þreyttar… en ok, við hlupum rólega… en hlupum allavega… tók okkur 33 min að hlaupa þessa 5,8km og það eru sko 2 rosabrekkur þar sem maður fer alveg örugglega í ca 450 m hæð. Eða e-ð álíka.

Og svo sprettuðum við frá Solo að Söndertorv… ekkert mál… eða sko… reyndar fannst mér nýrun í mér vera springa… geta nýru sprungið í hlaupi?
??????!!!!?????
En þetta var hrikalega gaman og við ætlum aftur næsta ár… í betra formi en vikuformi 😉

Laugardagur 25. ágúst (vá hvað þetta er flottur mánuður)
Rakel og Halli villtust í DK hehe og komu því ekki fyrr en í hádeginu á laugardeginum. Við röltum í bæinn og kíktum inn á Penny (þar eru börnin svo róleg vegna bókanna) og hugguðum okkur.
Fórum svo í veislu til Finns og Gauta þar sem Myggen var sólgið í mig… hmmm íhuga annað ilmvatn næst… meina það sko… er sjaldan stunginn e-ð að ráði… en þarna bara trilljon í gegnum leggings. En veislan var rosafín…
Fórum svo heim á kristinlegum tíma og min kære söster þurfti líka að sinna svo við stungum af á Penny… hehe og svo á Zansi þar sem er gott að vera kærastan hans Fúsa… þar eru sko samböndin í lagi og þar fær maður extra góða þjónustu frá þeim sem Fúsi þekkir.

Sunnudagur 26. ágúst (Reynir átti afmæli… til hamingju með það…)
Jeminn hvað ég var þreytt… og Sös líka…

Um kl 3 var svo mætt niðrí Alsion… til að sjá legendið Michael Moore… og Sicko.
Myndin er frábær… finnst mér… betri en Fahrenheit 9/11.
Maturinn var ok…
Og fyrirlesturinn var mikilsvirði… hann sýndi okkur klips frá Noregi sem hann gat ekki haft með í myndinni því þá hefði hún orðið ótrúverðug!!! Hehe
Hann skammaði okkur, varaði okkur við, fór dýpra í USA heilbrigðisgeirann og svaraði svo spurningum.
En hann er alltof feitur… ef hann ætlar að gera fleiri góðar myndir verður han að gera e-ð í sínum málum… reyndar sagdist hann vera að gera e-ð.

Ógleymanlegur partur úr degi… hefði ekki viljað missa af þessu… en verð nú samt að viðurkenna að ég hefði ekki tímt að borga 1600-1900 kr fyrir þetta.

Mánudagur 27. ágúst (Dísa átti afmæli… til hamingju enn og aftur og þú heppin að eiga afmæli í þessum flotta mánuði)
Skólinn byrjaði aftur… með kennslu í transfusionmedicin… nánast óskiljanlegt.
En gaman að hitta alla aftur…og þamba kaffi með rjóma í alltofmiklu magni.

Þriðjudagur 28. ágúst (vona að ágúst endi aldrei…elska að skrifa ágúst)
Bara meiri skóli nema Ledelse og organisation á dagskránni… dagurinn sem ég upppgötvaði að það væri íslendingur í bekknum mínum.

Miðvikudagur 29. ágúst (það á einhver afmæli í dag… kannski Agnar föðurbróðir? Eða Brynja?)
Bara grúbbuvinna… einn dagur… 7 í grúbbu… við vorum 3 í grúbbunni sem eyddum 90 mín í pásu, drukkum kaffi og töluðum mömmumál… hehe leikskóla og svoleiðis… en samt ekki allar mínúturnar… og þegar pásan okkar var búin voru hin búin að gera það sem átti að gera… svona á þetta að vera… enda 7 í grúbbu… ekki hægt að vinna saman. Allir innstilltir á það.

Vitði að ég er með samviskubit… útaf íslensku stelpunni í bekknum…
Ef hún væri e-ð annað en íslensk þá fyndist mér ekkert þurfa að tala við hana, en af því að hún er íslensk þá finnst mér það vera skylda min þar sem ég er gömul í bekknum og hún ný. Ég meina, hún virkar mjög indæl og örugglega feikna fín… það er ekki það, bara skrítið að fá samviskubit yfir að tala ekki við hana því við erum frá sama landinu…. er þetta eðlileg tilfinning…?
Pausurnar eru bara svo stuttar… og maður hefur nóg með sitt… droppar bara ekki gömlu fyrri þá nýju… vel?
Hvað mynduð þið gera?

Hvernig finnst ykkur annars myndinar frá íslandi?

2 Responses to “viku blog…

  • Dísa
    17 ár ago

    Takk fyrir kveðjuna til mín sæta (enn og aftur). Ég hefði sko alveg viljað fara og hlusta á karlinn á sunnudaginn en hefði aftur á móti ekki týmt að borga alla þessa upphæð fyrir það. Læt mér nægja að kíkja á myndina við fyrsta tækifæri. Hvað heitir hún annars?
    Þið mæðgur stóðuð ykkur eins og hetjur í hlaupinu….er svo stolt af ykkur. Kanski maður fari bara að koma sér í form og verði með næst…Hvernig er þetta með körfuna, eigum við ekki að fara að byrja?
    Jæjja, þetta er orðið spurning um hvort þetta sé mitt blogg eða þitt….
    Knús á ykkur og já það er sko cool að eiga afmæli í ágúst.
    Dísa 38 ára….og stolt af því

  • myndin heitir Sicko og eg hefdi aldrei borgad 1600-1900kr fyrir thetta… glætan.
    hlaupid var pís off keik og endilega vertu með næst.
    og já, förum fljótlega í körfu. ekki spurning.
    takk fyrir langt og gott komment 🙂
    knus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *