æft og æft og æft og æft og æft og æft og æft og æft og er örugglega komin með löngueftirfæðingu grindargliðnun!

3ja æfingin var í kvöld… Fúsi treysti sér ekki… e-ð aumur eftir fyrrakvöldið hehehe vissi að hann hlypi of hratt. Ég er nefnilega ekki með neinar harðsperrur í dag. En ég og ipod fórum út að hlaupa og upp komu 3 vandamál.
Eftirfarandi 3 vandamál eru:

1. rak litlu tánna í uppistandandi stein á ströndinni í dag og hálfbraut hana. = mjög vont að hlaupa. BTW það var æðislegt veður á ströndinni í dag… veit ekki með aðra bæjarhluta… og beachbeibin sögðu mér að það væru konur með barnavagna röltandi í natlöbet og meira að segja 5 ára gömul börn… common ég hlýt nú að hafa 5 ára krakka!!! Mon ikk? Þannig að ég hef fantaserað um pláss framar en það síðasta í dag.

2. mig sveið í allt bækkenpartíið (sem er bara maðmagrind) þegar ég hlóp… = mjög vont að hlaupa. Tek það fram að ég hef ALDREI þjáðst af því fænomeni sem kallast grindagliðnun á mínum meðgöngum og þekki því ekki einkennin. En sviðin er allan fu… hringinn og ég er pínu stressuð yfir að brasa saman (er það ekki bara að hrynja saman???) annað kvöld einhversstaðar í Dybböl.

3. það er versti tímin mánaðarins í aðsigi (á morgun… I know it) og það tekur alla orku frá mér = mjög þreytt að hlaupa. Gæti líka þyngt mig… sérstaklega ef ég nota ob (sko ekki fotboltalidid) líka, þá gæti ég misst tíma.

Fúsi er búin að vera svo indæll að gera mig að aðhlátursefni í vinnunni sinni… hitti einn vinnufélagann í dag sem spurði hvort ég væri búin að græja og skreyta hjólbörurnar fyrir annaðkvöldið…???
Ég: “hmm hvaða hjólbörur???”
Hann: “nú börurnar sem Fúsi ætlar að vera með tilbúnar þegar þú gefst upp…”

Great

Ég er búin að vera æfa mig andlega í gær og í dag að hugsa jákvætt um hippakennarann. Hippakennarinn á sínar ágætu hliðar ef grafið er djúpt undir appelsínugulu hólkvíðu flíspeysuna með merkinu

EXPLOSIVE
XXXL
FIBRES

framan á…

Þetta er bara ekki hægt… sko að klæðast svona flík… alveg eins og með D&G formulapeysuna frá Bulgarien.
En allavega… Hippi hefur fengið mikið hrós frá 7. annar nemunum sem hafa haft hana sem vejleder á 6. önn.
Það er bara ég sem þarf að innstilla mig. NÚNA.

En í alvöru… ef fólk er skemmtilegt er mér nokkuð sama hvernig það lítur út eða hvernig það klæðir sig. Mér ÞARF að finnast Hippi skemmtileg.

Man alltaf eftir því þegar ég var á Augustenborg í gamla daga… alveg græn á svo margt (enda í 1. skiptið á einvhern hátt í tengslum við heilbrigðisgeirann hinum megin við borðið) og var send með sjúkling í raflost. Í hópnum (sem oftast er um 6 manneskjur minnir mig) var einn Falck nemi sem átti að láta sjúkl anda (ventilere). Og Falckarinn var í búning…svona grænum eins og svæfingarhjúkkan og læknirinn. Og venjan er að nafnið standi á brjóstvasanum. Falckarinn var frá Króatiu eða Bosniu og það stóð XXX STOR… og ég pæli og pældi… getur maður heitið þetta þarna niðurfrá??? Kannski vissu þau ekki fornafnið og eftirstafnið er STOR…. eða getur maður heitið XXX þarna niður frá…???
Hahaha hvað mér létti þegar ég fattaði að hann var í lánsbúning og búningurinn var extra extra extra stór… og að hann hafði annað nafn…

Ef ég hefði ekki fræðst um að það er hægt að skrifa XL á annann hátt og fá búninga lánaða, hefði ég haldið að XXXSTOR væri austur evrópskt nafn og að Hippi væri risastór og feit í XXXL.
En málið er að hún er ferlega fit… eða fit for fight… held nefnilega að það sé töggur í henni… hún er líka hestahippi.

3 Responses to “æft og æft og æft og æft og æft og æft og æft og æft og er örugglega komin með löngueftirfæðingu grindargliðnun!

  • Hafdís
    17 ár ago

    Gangi þér vel í hlaupinu í kvöld. Ég vona að mæti Fúsi með hjólbörur verði þær XXF (extra extra flottar)
    Kveðja Hafdís

  • Dísa
    17 ár ago

    Vona að það hafi verið gaman hjá ykkur skötuhjúunum í gær. Takk fyrir dótturina og lánið á þínum.
    Knús
    Dísa

  • Þið tókuð ykkur nú heldur betur vel út í hlaupinu á föstudagskvöldið og stóðuð ykkur eins og hetjur.
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *