Bólan brá sér í göngutúr…

Langaði bara að segja ykkur að ég vaknaði með bólu í morgun… það er nánast það versta sem getur komið fyrir á þessum tíma. Anskotans bóla! Samt á ágætis stað. Skárra en þegar ég fékk bólu á nefið og hitti Sigga sveitó í Söluskálanum… þá var ég bara 16. Og hafði engan þroska til að höndla bólu samhliða ástinni.

Reyndar finnst mér líka erfitt að tækla bóluna í dag… mamma bauð mér í göngutúr, svona til að leiða hugann að öðru.

IMG_6415

Við fórum niður að Húsatjörn og hverju haldiði að mamma hafi tekið uppá? Hún var náttúrulega á undan til að stjórna hraðanum og ég tölti í hælunum á henni. Og skyndilega…

IMG_6422

…fékk ég grein í andlitið! Hún hélt í greinarnar og sleppti þeim svo… Alveg eins og Bára Garðars gerði þegar við vorum einhverntímann í Egilsstaðaskógi á hestum, bara krakkar, en samt frekar miklir töffarar. Bára var á undan og hékk svona í greinunum og DONG -greinin lá svona fínt í andlitinu á mér! Afþví að ég gleymdi mér augnablik og var að horfa e-ð annað… eða vanda mig við að láta klárinn tölta almennilega.

IMG_6421

Eiðaskógurinn í kringum tjörnina er uppáhaldsskógurinn minn… fast á hæla honum kemur Sönderskógurinn í öllu sínu veldi.

IMG_6425

Sko, þarna gerði hún þetta aftur! Og þarna var ég orðin eins og Jesús Kr. eftir að hann var pískaður á krossinum… Nema það blæddi reyndar ekkert úr mér.

Göngutúrinn var stórfínn… en bólan hvarf ekki.

Vegna bólunnar hef ég hangið að mestu útundir húsvegg í sveitinni, í brakandi blíðunni með sveitakaffi í sveitaglasi. Já, og ekki má gleyma klæðnaðinum… hálfdrukknandi í XLLL lopapeysu sem ég prjónaði sjálf fyrir 17 árum og 17 kg. Og hún er enn XLLL. Veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þegar ég skellti í þessa?!? Og hvað ætli hún hafi kostað???

2014-04-23 13.28.43

Maður lifandi… vill einhver vera með mér í peysunni? Þetta er að minnsta kosti 3ja manna peysa!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *