Þetta blessaða hlaup…

Hef sterkann grun um að ég sé totally biluð… algjörlega…
Fór aftur út að hlaupa áðan og það var svoooo erfitt.
Í gær var þetta svo auðvelt (er fyrsti túrinn alltaf auðveldur?) og ég ákvað bara að nú myndi ég fara annaðslagið út að hlaupa með hinu sportinu. En í kvöld… jesús minn!
Mér var svo íllt innan á lærunum, aftan á lærunum, framan á lærunum, já og utan á lærunum… er það eðlilegt???
Auðvitað vita allir að maður kemur sér ekki í form á 5 dögum… það veit ég líka… ég kemst aldrei í mark… ef ég verð síðust þá hleyp ég bara í gegnum Kongevejsparken og heim. Læt mig bara hverfa.

Í alvörunni… það yrði hræðilegt að vera síðust!!!

Svo hef ég enga þolinmæði fyrir fólki eins og honum sem ég bý með…
Hreyfir ekki á sér boruna… reykir og drekkur kaffi í lítratali… og borðar ekki allt úr fæðuhringnum á hverjum degi… og getur samt hlaupið 4-5 km á fullri ferð án þess að hægja á og vera næstum að kafna… bara eins og að rölta í kaupfélagið… á meðan ég hreyfi mig pínu meira, borða pínu hollara, drekk mikið minna kaffi og reyki mikið minna kafna næstum úr hitaslagi, öndunarerfiðleikum, þarf að gubba, já og kúka og pissa og finnst allt vonlaust og fæ ofsahræðlukast um að komast aldrei heim aftur.

Hmm þetta með fæðuhringinn… þessir ávextir… gildir Maoam líka?… með ávaxtabragði… ef já… þá lokast hringurinn næstum. Getur maður líka fengið grænmetisMaoam?

Ætti ég að taka púlsmælirinn með mér í hlaupið til vonar og vara?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *