Er alveg á milljón að græja myndirnar frá íslandsferðinni þessa dagana… þarf sko að púsla saman myndum úr 3 myndarvélum… og segja e-ð frá á 2 tungumálum og gera þetta almennilega.
Vorum á Mexibar á fimmtudagskvöldið þar sem ég var að barma mér og þau að reka á eftir mér með myndirnar… svo sögðu þau bara að það væri óþarfi að hafa þetta í réttri röð… crazy!

Á föstudaginn fór ég í Sportmaster því Kim ætlaði að gera mér greiða 😉 Svala var með mér og hann talaði hana inn á að taka þátt í “natlöbet” (næturhlaupinu 5,8 km) næsta föstudag. Sem þýðir að maður náttl sendir ekki börnin bara ein (nema vera með sjúkdóm í fótunum) því maður vill vera góð fyrirmynd og gera e-ð skemmtilegt með börnunum… og Kim glotti bara og sagði að ég ætti ekki eftir að sjá eftir að hafa verið með… nei eðlilega ekki því ég dey og þá sér maður ekki eftir neinu.
Ok hann gaf okkur frest fram á næsta dag til að skrá okkur og þar sem ég trúi að allt líkamlegt komist bara í fínt form á einu kvöldi þá skráði ég mig ásamt stelpunum. Ég hef líka alveg heila viku til að æfa mig. Fyrsta æfingin var í kvöld… öll fjölskyldan fór af stað… hlupum ca rúmlega 4 km held ég. Það var ekkert mál. En hvað gerir maður ef maður þarf að pissa á leiðinni??? Og það er verst ef stelpurnar stinga mig af….!!! Þarf bara að kaupa mér stuttbuxur… helst FCK!

One Response to “

  • Dísa
    17 ár ago

    Gangi ykkur vel í hlaupinu á laugardaginn… Verð með ykkur í anda.

    Knús
    Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *