Seyðisfjörður

Ég hef hugsað mér að kaffæra ykkur í bloggi í dag… hef ekkert annað að gera í sveitinni þar sem sólin skín svo glatt. Vil helst ekki bæta fleiri freknum á nefið mitt!

Þetta verður samt bara mest myndir. Er sprenglærð hjúkka og búin að læra að ég þarf að hlífa fólki við bullinu í mér því annars fer ílla fyrir viðkvæmum og lesblindum.

Í gær fórum við í bíltúr á Seyðis.
IMG_5842

IMG_5739

Ekki komið á Seyðis á þessum árstíma síðan 2007.

IMG_5756

Mamma stjórnaði ferðinni með harðri hendi og sagði að ég hefði ekkert upp á Strandartindinn að gera þennan dag. Að hún myndi ekki nenna að bíða eftir mér…

IMG_5763

Ég er svoldið þreytt á að vera meðhöndluð sem 12 ára… aldrei má ég neitt. Hún sagði að ég væri broddalaus og allt. Ég myndi segja að broddar væru ofmetnir, svipað og jarðarber.

IMG_5758

Viktor var líka með og í þvílíku stuði.

IMG_5788

Það var e-ð hreyfingarleysisóþol í mér og æddi ég því stefnulaust upp á við… bara uppá við… það er mikilvægast!

IMG_5802

IMG_5792

Fann foss… er fossaaðdáendi nr. 1.

IMG_5777

Fann líka blóm… er síður hrifin af afskornum blómum en villt eru að mínu skapi.

IMG_5755

Ég var ein upp í hlíðinni (því ég stakk fjölskylduna mína af) og því algjörlega óafvitandi um það sem gerðist meðal fjölskyldunnar… fékk að vita það þegar ég kom niður og ég segi ykkur satt -ég varð svo spæld…

…Því bróðir minn hrapaði næstum fram af kletti og ég náði því ekki á mynd. Það hefði verið óborganleg mynd… anskotinn! Mamma sagði að það hefði munað millimeter! Og að hann hefði bara hangið. Og ég MISSTI af því! Svo grátlega spælandi! Mamma sagði að hann hefði getað dáið… ég efast.

IMG_5809

Ég náði samt mynd af syni hans dettandi… en það er bara ekki það sama. Mamma sagði að bróðir minn hefði rispast á bakhlutanum (rassinum) en hann vildi ekki sýna mér það. Hefði viljað taka mynd af því líka!

IMG_5826

Bróðir minn vildi ekki vera útí náttúrunni lengur því skórnir hans voru svo sleipir. Þessvegna fórum við að tékka á húsunum… og sáum m.a. Watnesshúsið þar sem ég var einu sinni í feikigóðu partýi þegar ég var yngri.

IMG_5827

Þetta var/er búð… Johansenbúð eða e-ð álíka… einhver Dani sem seldi Seyðfirðingum allskonar óþarfa á árum áður.

IMG_5812

Berlín… vantar samt neðrihlutann því það var um 80metra langt hjólhýsi fyrir framan það… hjólhýsið var of langt fyrir mynd.

IMG_4303

Þetta var bara þrælfínn túr… ég hitti frændur, bændur og gamla neista.

IMG_5839Og heim komumst við… heiðin var aldrei þessu vant opin.

 

Trackbacks & Pings

  • Árið 2014 « Alrunarblogg :

    […] Önnur færsla sem innihélt líka mestmegnis myndir var frá vorferðinni minni þegar við fórum á Seyðisfjörð. Það heyrir til Íslandsferðar að fara á Seyðis. […]

    10 ár ago

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *