meiri tjáning

Ok maskarinn er að gera sig… sá það bara ekki fyrr en í bílnum áðan! enn á sama stað og í morgun þar sem ég setti hann!!!

Og Helly Hansen regnjakkinn komin í hús… Fúsi gaf mér nefnilega alltof stórann regnjakka í afmælisgjöf… veit ekki hvernig ég á ða taka því… en skipti og small var ekki heima í sportmaster svo það þurfti að panta hann… svo hringdi bara Kim um daginn og sagðist hafa gleymt því… og hló bara… helllo… gleymdi… ef það hefði nú komið skúr!!!

Fór á bókasafnið að skila 3 bókum. Tilkynnti bókasafnfræðingnum yfir mig stollt að ég væri ekki of sein…
Hann: “hehe eigum við að veðja???”
Ég: “já, því 2 af bókunum er míns manns lán og hann er aldrei of seinn og sú þriðja er mín og á að skilast í dag…!!!”

Hann renndi í gegn… hmmm þú skuldar 45 kr!!!
WHAT???

Hann: “En þú vannst því skuldin er gömul!!!”

Get alveg eins keypt mér bækur… þá þarf ég ekki að skila!

Og hafiði gert ykkur grein fyrir hvaða tímabil er runnið upp???
Bókainnpökkunartímabilið… og það versnar ár frá ári… fyrir 4 bekkjum síðan tókst mér að pakka inn bók eftir ca 6 tilraunir… en bækurnar voru kannski 6-7
Nú tekst það ca í annarri tilraun en ég þarf að pakka inn 20 bókum…!!!

Ég er ekkert smá fullorðin… nú á ég ekki lengur barn í leikskóla eða “fritids”… samt eiga vinkonur mínar sem eru eldri en ég börn á svona stofnunum. T.d. Dísa, Sigrún, Begga og Stína… allt morandi í börnum sem þurfa pössun sem yngja þær allar upp. Mín börn elda mig bara. Og ég þarf bara að pakka inn fleiri og fleiri bókum.

2 Responses to “meiri tjáning

  • Hafdís
    17 ár ago

    Er þá ekki bara kominn tími til að yngja sig aðeins upp??
    Gangi þér vel á meðþvíleiðinlegasta tímabilinu.

  • Hafdís
    17 ár ago

    Til hamingju með daginn Aldís og þið auðvitað öll.
    Afmæliskveðja Hafdís og co

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *