kaupa kaupa kaupa

mæli afram med henni dóttur minni… hún er fyndnust!

Keypti um daginn maskara (ódýrann) sem bara alls ekki virkar… komin á óæskilega staði eftir nokkra klukkutíma og lengir ekki neitt.

Fór í Matas í dag og bað um besta maskarann í búllunni… fékk Djooor (DIOR) og sagði bara já takk… spennt að prufa í morgunsárið á morgun. En eins gott að hann virki þar sem mig var farið að svíða í afturendann yfir eyðslu í dag.

Fórum í Mr. Klausen og ætla kannski aldrei þangað inn aftur… þeir tóku bara “gas” á mig… og fengu svo hláturskast…. sko þeir! Ekki ég!

Keypti svo 3 stk merkjastrokleður og 2 ergonomiska blýanta, ásamt fleiru sem má ekki segja frá því ekki allir í hústandinum vita um allt :-/

Talandi um hláturskast…:
Var að dagdreyma í sófanum í gær… við hliðina á Fúsa… fékk hláturskast… og gat ekki haldið niðrí mér… hló bara og hló… og varð því að segja Fúsa hvað mig var að dreyma um… hann sá ekki alveg hvað var svona fyndið… þarf að fá sér flott gleraugu!
Annars er ég ekkert að flíka mínum dagdraumum framan í aðra… misgáfulegt og mistjekkað.

Heyrðu, ertu búin að sjá Matas bæklinginn í dag…??? grænn og rauður maskari sem lengir… whats wrong? Er áfram sátt við minn Djooor.

Helle T Smidt í tv inu og búin að fá sér blárri augu… annað hvort linsur eða árangur af nýuppfundnum regnbogamaskörum. Meiga politikusar alveg breyta svona drastisk um stíl??? Fá þeir fleiri point eða færri? Kannski er Helle að reyna skora point hjá afgreiðsludömum í tískuverslunum sem eru always óaðfinnanlegar, líka kl 1730. ÓÞOLANDI!!!

Kennarinn minn (Taglið) hefur enn ekki sjest í sömu fötunum 2svar síðan feb 2005!!! Og hún er í svipaðri stærð og ég… yes yes yes því hún og fleiri kennarar ætla að halda fatabasar eftir nokkra daga og selja fötin sín. Við meigum líka fá bás og selja okkar föt
“%&$#”#%$#&”$“
Hvaða föt????

Ég ætla bara að kaupa hennar föt…
Þetta er munurinn á SU og kennaralaunum… við kaupum bara föt kennaranna.
Kommon… þau eru minna notuð en fötin í búðunum sem er búið að máta nokkrum sinnum. Taglið hefur bara farið einusinni í og einusinni úr sínum Noa Noa, esprit, Malene Birger, Lysgaard, inWear, Billi Bi og ekki síst Day Birger et Mikkelsen flíkum… vona að hún skipti ÖLLU út!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *