Heima vegna veikindadags hunds (alvarlegt)

Svona til að engin missi af neinu þá verð ég að segja ykkur frá því sem gerðist í gær.

Eftir kvöldmat tók ég eftir því að Vaskur fór að bólgna upp í andlitinu og stuttu seinna byrjaði honum að klæja útum allt. Ég hugsaði „shit“… og gargaði á familiuna: „hver gaf hundinum of mikið morfín?“ Nei grín, ég sagði það ekkert, enda bólgnar maður ekki upp af morfíni, bara klæjar svoldið. En allavega, Vaskur varð alveg viðþolslaus og greinilega með bráðaofnæmi. Ég sá að öndunin var alltof hröð, en gat engan vegin talið púlsinn því hann gat ekki verið kjurr. Óskaði þess að geta mælt blóðþrýstinginn en hef í rauninni ekki hugmynd um eðlileg mörk 15kg hunda. Er það sömu mörk og hjá 15kg börnum? Þarna fannst mér mjög óþægilegt að geta ekki skellt honum á skjá og dælt í æð! Ég kíkti upp í hann og sá að tungan var ekki bólgin en fannst loppurnar frekar kaldar. Fúsa fannst ég móðursjúk! En það er kannski vegna þess að hann hefur ekki séð anafylaktisk shock… (það sem getur komið í kjölfar bráðaofnæmis og maður deyr fljótt) né önnur shock ástönd. (Veit ekki hvað shock er á íslensku, en maður getur auðveldlega dáið).

IMG_000019

Ég hringdi í dýralækni og sagði honum frá athugunum mínum. Hann var sammála og vildi fá að sprauta hann. Það komu einhverjar vöfflur á mig því það var kvöld og dýralæknar kosta utan dagvinnutíma ca. eins og einn ágætis bátur. Spurði ég því gaurinn hvort það væri ekki hægt að prófa með einni antihistamíntöflu fyrst. Jú, það ætti að vera í lagi ef ég þyrði! Við vorum sammála um að gefa honum vel, þeas. eina fullorðinsmanneskjutöflu og sjá svo til næsta klukkutímann. Lyfjabox heimilisins var heldur fátæklegt, einungis paracetamól og útrunnar lýsispillur. Ég hljóp útí bíl, og keyrði í 6ja gír, talandi í símann og beltislaus aðeins í öðrum skónum beint upp á gjörgæslu til að sækja lyf handa bráðveikum hundinum mínum. Þar var móttökunefndin klár með töflurnar og litla túbu ef hann færi í öndunarstop. Ég reyndar afþakkaði túbuna, enda engin dýralæknir og treysti á hann byggi í næsta húsi eða þar um bil.

563131_10203000227584585_1452771954_n

Frá því að ég fór að heiman og taflan var komin ofan í maga á Vask, liðu ca. 6 mín. Ég ætti að vera bílstjóri á læknabílnum!

Vaskur hætti fljótlega að klóra sér, og seinna um kvöldið komst öndunin í lag.

IMG_3148

Eins og ég nefndi áður, fannst Fúsa einhver læti í mér og sagði mér bara að slappa af… SLAPPA AF??? Ég ætlaði að bjarga hundinum! Og ekki kveljast úr samviskubiti yfir að hafa ekki tímt að kalla út dýralækni! Og ekki vera einhver ósjálfbarga konukind útí bæ!

Fúsi: „þú hefur aldrei látið svona þegar ég hef verið með ofnæmi…“

Ég: „hefur þú verið með ofnæmi?“

F: „já! mig hefur oft klæjað!!!“

Það eru virkilega engin takmörk fyrir afbrýðisemi fólks nú á dögum!!!!

IMG_5327Í dag fór ég fyrr heim úr vinnunni og kallaði það veikindadag hunds. Nú erum við Vaskur bara á kósíinu hérna heima og borðum okkur frá atvikinu. Hann  er með rúgbrauð með þykku smjörlagi, ég er með súkkulaðibollu með jafnþykku smjörlagi…

1653725_10203033672460686_968516890_n(Gömul mynd en ekkert ólíkt okkur í núverandi mynd. Ef við höldum áfram að borða okkur frá veikindum hundsins endum við svona… eins og næstu myndir…)

i-147001ed5637d0f43f2b0355eeac269c-FatDog very-fat-woman-eating

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *