28-28

Nú hefur sjónvarpið alveg tekið völdin í kvöld… og ég sem ætlaði að fara snemma að sofa! Er búin að velta fyrir í 25 mín hvort ég eigi að vaka eftir Klovn sem byrjar ekki fyrr en ca 0030. Klikkaðist yfir handboltanum í kvöld þar sem það leit ut fyrir að landar mínir ætluðu að gera það gott… (hef ekki séð landsleik i mööörg ár þar sem ísl. hafa unnið) einkennileg tilfinning að „muna“ að halda með bláum og þekkja engin nöfn þar… og ýta rauðum til hliðar og öllum nöfnunum sem maður þekkir þar (þó ekki eins sterk og í kvennahandboltanum ;-)) Leikmaður kvöldsins: getur maður sagt annað en Assmusen? (líka fallegastur, mjög mikilvægt!) Heimamaðurinn okkar búin að missa 8 kílo og náði að skora eitt mark (ef mig minnir rétt) og koma dönunum yfir. Nú bíður maður spenntur eftir sunnudagskvöldinu Danmörk – Serbien og Montenegro eða e-ð svoleiðis.

Vorum að fá sendann link sem að gerir mann frekar sjúkann… ódýr STÓR hús!!! þetta er já hægt.

Ég gæti líka sleppt Klovn í kvöld og horft á næsta þátt á sunnudagskvöldið… en þá missi ég samt af þessum! Þetta er nú meiri innri baráttan að vera svona húkt á algjörlega yndislega steiktum humor… þekki líka bara 4 sem fíla Dolph.

Tilhvers er maður eiginlega að blogga um þetta?

2 Responses to “28-28

Trackbacks & Pings

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *