frænkur minar fæddar

Go´dag öll sömul.
Ásta frænka mín og Jónsi eru búin að eignast tvær litlar stelpur, það gerðist 18. mai og gekk vel. Til hamingju með það kæru hjón.

Ég fór í bæinn í dag og verslaði slatta, sandala (græna), tösku, 2 flíkur að ofan, sólgleraugu og armbönd. Fékk þvílíkann móral á leiðinni heim og skellti mér bara í ljós og svaf móralinn í burtu. Og nú er ég ekki með neinn móral… Ég get nú stundum verið svoldið sniðug og úrræðagóð, er það ekki?

Á morgun er stóri dagurinn, (þess vegna verslaði ég svona mikið), og ég þarf að eyða kvöldinu í snyrtingu. Allar neglur þarf að taka í gegn og ýmislegt fleira, og ég hangi bara í tölvunni… hummmm.

Ég er búin að eyða allavega 3 kvöldum í vikunni, í elsku heimasíðuna okkar. Og það er nú líka smá breyting, er það ekki?
Þetta er bara svaka vinna og líka þegar ég byrja, get ég ekki hætt, soddan óhemja. En ég þarf víst að fara yfir allann taxta við tækifæri, sá svo margar villur…. og ég þoli ekki stafsetningarvillur. Svo notaði ég „óvart“ danska lyklaborðið á myndunum, ætli ég verði ekki að breyta því, það gerist seinna við tækifæri.

En okkur mæðgum finnst þið ekki vera sérstaklega dugleg að kommenta á bloggið… Það er náttúrulega ekki til neins að vera bulla hérna ef engin les.
En það eru ótrúlega margir búnir að skrifa í gestabókina okkar, og allskonar fólk, það finnst okkur náttúrulega frábært.

Í gær byrjaði BYFEST í Sönderborg og við Aldís og Fúsi kíktum. Svala var í afmæli hjá bekkjarsystur sinni, henni Emblu Dögg og var boðið að gista.
En við hin kíktum niðrá pláss og rétt náðum að sjá Peter Belli, en bara 2 seinustu lögin hans 🙁 Þeir sem ekki vita hver Peter Belli er, þá er það gamall söngvari og hann gerði t.d. lagið Sylvia´s mor frægt. Og þeir sem ekki þekkja það, þeim get ég ekki hjálpað:::: Tókum samt mynd af honum..

Aldís fékk ekki að fara í nein tæki í gær, því að á sunnudaginn er hálft verð og þá er venjan að fjölskyldan fari saman og eyði fullt af peningum þarna. Þá verður Ingunn líka komin, og mér finnst svo gott að eyða erfiðum dögum á svona stöðum (rímar).
Við sáum betlara sem á kanadískan úlfhund og undarlega samansett reiðhjól og hann þurfti að hrista okkur Fúsa til að fá pening. Ég tók líka mynd af honum og hann fékk 10 kr. Hann var svo þyrstur greyið, enda fór hann beint og keypti sér einn öl. En ég styrkti líka nýrnarfélagið með því að kaupa skafmiða en við unnum ekki neitt. Ég var algjör styrkararaðili í gær 😉
Aldís fékk líka að kaupa sér e-ð, hún keypti sér FILA bol, stóra vatnsbyssu fyrir 10 kr. og Andrésar Andar jumbobók nr. 189. Hún var ekkert smá lukkuleg með þetta, hún er ekki vön að kaupa sér e-ð. Hún er svo sparsöm.

En jæja, nú ætti ég að fara að gera e-ð annað en að hanga hér á blogginu… á eftir að skrifa meira um okkur á heimasíðunni, vantar stelpurnar og meira um Fúsa. Það er verst að hann bremsar mig svo, hann vill ekki skrifa sjálfur og ég má næstum ekki skrifa neitt um hann. Og ég sem hef svo mikla þörf fyrir að tjá mig skriflega… líka um hann he he he.

Stelpurnar fóru í sund í dag með Beggu og Stebba og dætrum. Það var víst æðislega gaman, Embla Dögg var þarna líka með pabba sínum Kjartani og stóru systur, Helen Maríu.

Og nú hætti ég…
Bless og hugsiði bara til mín á morgun ef ykkur leiðist e-ð, því það verður hrikalega gaman vonandi, bara slæm veðurspá 🙁

Bless aftur
Dagný

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *