alein heima

Svala er hjá Perlu vinkonu sinni, Aldís og Fúsi eru að fara á línuskautum og hjóli niðrí kolonígarð með Smára og Brynju. Og ég má ekki koma með …:(
Ég þarf víst að vera heima og læra, á að kunna allt um lyf á morgun… nei kannski ekki alveg, bara lyf hjá einum manni sem er með alkohol-elliglöp. Eða það heitir allavega alkoholdement. Er nú ekki sú klárasta í heilbrigðisíslenskunni.

Á fimmtudaginn horfdum við á brúðkaupið, veisluna og flugeldasýninguna, eða ég, hinir sofnuðu…
Þetta var voðalega fallegt allt saman, ræðurnar skemmtilegar og flott flugeldasýning. Við borðuðum kínverskt hjá Palla og Stínu, og hugguðum okkur fram eftir kvöldi.

Í gær skruppum við Svala með Dísu og litlu nöfnu minni til Flensburg, það var líka ekkert sérstakt veður, þannig að það var fínt að fara í bíltúr.
Að sjálfsögðu var horft á Eurovision í gærkvöldi með sæmilegum spenningi. Við vorum þokkalega sátt við úrslitin, Svala hélt reyndar með Grikklandi og Aldís Bosnia/Hersegovina, og mér var bara nokk sama. Kypur var líka fallegt, það var Fúsa lag. Ísland var ca. á þeim stað sem það átti skilið, við héldum að hann væri að brotna saman þarna fyrst en svo tók hann sig á og var fínn í restina, og við vorum sammála um að hann væri voða sætur strákur. Það var buið að tala svo mikið um að hann væri svo fallegur og við höfðu m ekki sáð hann áður.

En nú var Palli að hringja og bjóða okkur í mat niðrí kolonigarð, ásamt fullt af´öðru fólki, eða hver kemur með sitt og svo verður grillað… ótrúlega gaman.

Og veðrið er bara nokkuð gott svo að ég held að ég ætti að hætta þessu bulli og fara að læra svo ég komist einhverntímann út…

bæjó í bili gili
dagný

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *