Bjóráskorunin – Neknomination
Það hefur varla farið framhjá nokkurri mannsveskju að bjóráskorunin fyllir facebook meira en góðu hófi gegnir.
Á útlensku heitir þetta Neknomination og þegar þetta byrjaði heyrði maður og sá aðeins unglinga gera þetta. Á Bretlandseyjum hafa 5 dánartilfelli orðið frá 16. febrúar vegna neknomination. Þetta fór úr böndunum. Fjölmiðlar vöruðu við þessu dag eftir dag og báðu krakkana um að fara varlega. Krakkarnir í kringum dætur mínar hafa haldið sig við 33cl bjóra.
Síðan fóru íslensku facebookarvinir mínir að skora á hvorn annan… full-orðnir karl-kyns face-bookar vinir mínir…
Strákar… hvað er langt síðan ég lofsöng fegurð íslenska karlmannsins…? 20. nóvember 2013. Það var þegar Eiður Smári grét svo fallega.
Um daginn sá ég myndband sem hafði þau áhrif að innyflin mín iðuðu.
Ég spyr ekki of oft: Hvað er yndislegra en íslenskir karlmenn?
Eins og…
- bændur
- sjómenn
- hestamenn
- læknar
- verkamenn
- línumenn
- verkfræðingar
- járningarmenn
- iðnaðarmenn
- arkitektar
- björgunarsveitarmenn
- …..
Í rauninni allir nema slappir plebbar í svörtum buxum og ljósbláum skyrtum með svitabletti undir höndunum.
Eeen… þessi bjóráskorun sko!
Fannst ykkur ég smekkleg að ropa svona?
Eða stynja? Maður stundar ekki kynlíf með matnum opinberlega…
Ég hefði líka getað málað mig agnarögn… og farið í fínni föt.
Nei þetta var ekki æskilegt myndband… svona gerir maður ekki myndbönd og leggur út á netið.
Þannig að kæru fallegu karlmenn… þetta er svoldið glatað. Þið eruð slæmar fyrirmyndir og þetta getur auðveldlega undið upp á sig og þið hreinlega dáið!
Ef að þið á annað borð ætlið að halda áfram… reynið þá í það minnsta að stylisera þetta aðeins…
- verið í fötum
- hættið að ropa
- snyrtið ykkur í andlitinu
- passið undirhökuna… (getið notað hendina eins og ég, eða gert svaninn eða passað upp á vinkilinn á myndavélinni).
- hættið að stynja
- verið í hreinum fötum
- drekkið minna
- þambið ekki áfengi á mánudagskvöldum