“Mamma, ég held ég sé orðin full!”

sagði Aldís flissandi í Klyppstaðakirkju eftir að hafa sopið á messuvíninu í fermingunni um helgina.

Á föstudaginn lögðum við af stað í fermingu… engin var bíllinn svo við mæðgur urðum að labba. Völdum við að labba frá Seyðisfirði yfir Hjálmárdalsheiði, þar sem sú leið er ekki svo erfið og ég þekki hana. Pabbi skutlaði okkur á Seyðis og fylgdist svo med okkur fyrsta spölinn.
Veðrið var æðislegt… sólarlaust og kyrrt. Lungun í mér voru ekki alveg að samþykkja brekkurnar, enda bara annar dagur í bónuskælisveikindum. Yfir 3 ár óðum við, löbbuðum yfir fannir og hittum kindur. Svala reytti af þeim ullina og tróð í vasana. Fann líka (líklega) spóaegg og tróð því líka í vasann með þeim árangri að það brotnaði í vasanum… jakkk!
En fann ráð við því… skolaði bara allan ullarvöndulinn með egginu í í ánni og bað um að fá að setja það í töskuna mína… hmm nei þar setti ég mörkin!
Ullin og brotna eggið fór því bara með ánni niður í Loðmundarfjörð.

Eftir 6 tíma útiveru frá Kolstöðum niður í Loðmundarfjörð beið “taxa´inn” eftir okkur á sandinum en Gunnari frænda sýndist við orðnar þungfættar niður brekkurnar!

Kvöldinu var eytt í hyggeríi bæði úti og inni í Stakkahlíð.

Laugardagurinn rann upp og allir sem vettlingi gátu valdið fóru að undirbúa veisluna. Ég fékk það þunga verkefni að sjá um blómaskreytingar… hehe ég og blóm!!! Reyndist samt þrælgaman og held að ég hafi búið til 11 blómvendi í allt.

Fermingin sjálf var sú skemmtilegasta sem ég hef farið í… mikið hlegið og barn og fullorðinn fermdust þarna í litlu kirkjunni.

Heimleiðin um kvöldið var líka falleg og skemmtileg… þoka og sól og oft stoppað!!!

Fékk sms í gær… “hvað langar þig í afmælisgjöf?”
Hmm já hvað langar mig í???

Fór í Skóga í dag og tjekkaði á regngalla samkvæmt nýjustu tísku. Fann hrikalega flottann galla frá Zo-on en svoldill mínus að vera með heilt ísland á öxlinni. Og vestfirðina á maganum… þar sem austfirðirnir eru miklu fallegri og meira malbikað þar.
Kannski enda ég bara í Helly Hansen….

Annars er haldið áfram að fara í sund… ekki enn búið að fara í the saleskale og Stóru urð. Er held ég að verða bolla aftur… eins og síðasta haust!!! Of mikið franskbrauð og hreyfingarleysi… lagast þegar ég kemst í danska mataræðið og á Kildemos!
Stefnt á fjöruferð í kvöld… ætli það séu ber þar???

Aldísi finnst ég heldur hægfara þar sem ber eru annarsvegar… get ekki slitið mig frá þeim… enda eru stór ber allstaðar… og í gær gomluðum við í okkur aðalbláberjum… elska ber. Hentar líka vel að vera á járntöflu skammti á berjatímabilinu… allir að gefa blóð rétt fyrir berjatímabil… mæli sko með því.

Mínir foreldrar eru með modem og þess vegna er ég ósköp takmarkað í tölvunni… bara eiginlega ekki neitt… get ekki einusinni googlað þegar ég þarf!!! Reyndar það eina sem ég sakna…

Þetta var Dagný Sylvía Sævarsdóttir sem bloggar frá bóndabænum á Eiðum

2 Responses to ““Mamma, ég held ég sé orðin full!”

  • Hafdís
    17 ár ago

    Maður fær eiginlega alveg smá sting þegar maður hugsar til náttúrunnar sem maður þekkir svo vel, túnin, kindurnar, ullin, ber, ber, ber egg…langar geðveikt að fara að komast í að tína kríuegg…OMG það er svo gaman, með brjálaðar kríurnar yfir manni…kikkið….og já sund love it.
    Vona að það verðir bara brjálað stuð hjá ykkur þarna heima.
    Kveðja Hafdís

  • Jæja, bara brjálað stuð hjá ykkur á Íslandi.
    Frábært hjá ykkur að fara í göngu yfir í Loðmundarfjörðinn, skemmtileg leið það.
    Hér er allt við það sama, allt á fullu, fullt af góðum gestum og allt hitt sem tilheyrir sumrinu hjá okkur hérna í DK (fyrir utan sólina sem sést allt of sjaldan)
    Hvenær er svo von á ykkur sveitastelpunum heim aftur??? Fæ mína sveitastelpu heim á morgun 🙂
    Kær kveðja í sveitina, Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *