Aftur bloggað í mörgum pörtum…. Á þessu var byrjað á mánudaginn 16. Júli!!!

Lífið á Eiðum er rás 1 og rosalega er ég að fíla rás 1. Þegar ég var að vinna á Aglastaðasjúkradeildinni hérna um árið hljómaði alltaf rás 1 í útvörpum gamla fólksins… það var þá sem ég uppgötvaði rás 1 og kosti hennar.
Mamma reynir stundum að halda í ungdóminn og þoknast mér og skiptir yfir í e-ð rugl svosem Bylgjuna…semer btw mannskemmandi. Þá kem ég bara og skipti aftur… sko rás 1— ergo  ekkert stress og fullt af danskri og færeyskri tónlist.

Lífið á Aglastöðum er í vandræðum með vinstri beygjur… á Aglastöðum eru ekki línur á götunum… engin veit mörkin í vinstri beygjunum og fólk er bara fyrir svo og ég.

Lífið á Tókastöðum er bara kyrrt… allt er kyrrt nema fossinn og vöxturinn í grasinu og sóleyjunum. Sumarhúsið virðist vera ónotað!

Í gær var gömluvinkonuhittingur hérna á Eiðum… engin af gömluvinkonunum býr hérna og lítið um hittingsmöguleika á Aglastöðum. Tók að mér 2 auka börn… börn sem eru án efa á topp 10 frænda/frænkulistanum og sem eru bara fyndnir englar… þetta er náttl Embla og Bjartur sem voru held ég bara að fíla sig í sveitinni.

Í fyrradag fór ég í reiðtúr í g-streng… það var alveg fínt. Fínir hestar sem ég fékk.

Búin að testa sundlaugina… sjálfri sér lík.

Fórum í afmæli á Seyðis… keyrði næstum niður í 1. gilið seyðisfjarðarmegin vegna þoku, varð skíthrædd en hélt coolinu án vandræða.

Seyðis var líka á sýnum stað eins og sundlaugin á Aglastöðum. Þrátt fyrir þoku og skítaveður svo fallegur og ilmandi.

Lífið veðurfarslegaséð er að lifna við… fyrsta daginn okkar langaði mig heim aftur.. fannst svo óyfirstíganlegt að vera hérna í svona veðri að sumri til… fékk sms í gær um að sólin væri komin heima. Hvað endist það svo lengi?

Er ekki búin að fara í the saleskale og kaupa ís. Fór bara í the speedshop og keypti ekki neitt því það er ekkert til þar. Á Aglastöðum opna matvörubúðirnar ekki fyrr en kl 12 á sunnudögum. Allir Aglastaðabúar vakna nefnilega svo seint og því ekki þörf fyrir opnun fyrr á daginn. Túristarnir eru líka látnir sofa lengi. Eða ok, þeir geta verslað áður en þeir fara að sofa… nefnilega lokað seint líka. Fylgist oftast að nefnilega. Reikna með að verða mjög kvefuð eftir nokkra daga… er nefnilega búin að labba 2svar í gegnum kælinn í bónus og reyna kaupa mjólk. Skil ekki þessa hönnun. Dóttir mín er sannfærð um að það sé ekki mikil sala í mólkurvörum í Bónus… allavega flýtum við okkur í gegn.

Miðvikudagur 18. Júli

Passaði þetta með kælinn… er orðin bullandi kvefuð… og velti mikið fyrir mér hvort ofurhugaferðalagið mitt á föstudaginn fari fyrir bí… tveir hafa sagt við mömmu: “ er hún brjáluð!!!”
Ég hafði nefnilega hugsað mér að sýna meirihlutanum af fjölskyldunni minni hversu létt ég er á fæti og einnig dætur mínar. Trúi reyndar ekki sjálfri mér til að hætta við svona dæmi vegna kvefs… hefur ekki gerst áður.

Í morgun fórum við mæðgur (4) í 3 og ½ tíma reiðtúr upp í fjall… veðrið var geggjað og ég er komin með rauða sveitarönd á hálsinn. Reynt var að herða stelpurnar og gera þær jafn harðar og ég var þegar ég var lítil… hmm aumingja þær, hversu oft ætli þær hafi fengið að heyra í dag: “ég vældi sko aldrei í hestaferðunum þegar ég var lítil…” Reyndar er þetta alveg satt… en kannski dauðpirrandi að þurfa á svona yfirlýsingar daginn út og inn.
En ég er víst ekki sú pædagogiskasta í heiminum…!!!

Við eigum víst alveg eftir að heimsækja ALLA… ekki farið neitt nema í sund og Bónus og hans kælir. Ætla næst að láta einn af þessum lágmæltu afgreiðslumönnum fá innkaupalistann minn og segja honum að að sækja kælivörurnar fyrir mig og bara segjast vera með lungnasjúkdóm… t.d. KOL… mjög viðkvæm.

Hlakka geðveikt til á föstdaginn… ætla samt ekki að segja ykkur hvað þetta er… ef þetta klikkar vegna kannski komandi lungnasjúkdóms vegna Bónuskælisins!

Og svo er ég með icelandic símanumer… því systir mín er svo yndisleg… og numerið er 8660582… langar í mörg sms… sakna smsanna… greinilega ekki íslendingar sem sms mest til mín… jú Fúsi er að verða nokkuð skarpur í því eftir að hafa verið tekinn í gegn nokkuð oft og sagt að þetta sé til að eyðileggja sambandið ef hann svari ekki… og líka ef hann svarar og það er ekki fyndið… verður að vera fyndið eða með mikið innihald. Nenni ekki leiðindar humorslausum sms… yeasss saadan.

Farin að sofa því íslenska fjallaloftið þreytir mig rosalega… já og á meðan ég man… er orðin svoldið lituð… og ekki af DOVE… heldur íslensku sólinni!!! 

Já og þetta fer ekki út fyrr en á morgun því ég kemst ekki inn á bloggið mitt hérna… vill ekki samþykkja passwordið… verð að biðja Fúsa minn!!!

2 Responses to “Aftur bloggað í mörgum pörtum…. Á þessu var byrjað á mánudaginn 16. Júli!!!

  • Gaman að lesa frá Íslandsferðinni. Hlakka til að heyra líka þegar þið komið heim.
    Knús
    Dísa

    p.s. (veit er ömó), eeeen Þú ert hér með klukkuð. Þú átt að skrifa átta atriði sem við vitum ekki um sjálfa þig og svo klukkar þú átta aðra.
    knús
    Dísa

  • sko ég er sammála með bónus kælinn ég er oriðn kvefuð var í kælinum eða lenti í honum i´síðustu viku og forkældist bara !! ojjj og hey á ekki að fara á borgafjörð eystri á tónleika næstu helgi? Getur riðið þangað bara í gstring kannski !
    En þetta var nú sérdeilis skemmtileg færsla og sammála að bylgjan er ælviðbjóður og ógeðsleg stöð !Q!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *