bloggað á mörgum dögum….

Mánudagur 9. juli

Ég ætlaði að segja ykkur fra hinu ýmsu í dag… en vaknaði alltof seint… enginn heima til að vekja mig… Fúsi jobbar og stelpurnar gistu hjá nágrönnunum.

Ok byrja allavega…

Ég er búin að finna ipodinn minn (eða Fúsi fann hann í gærkvöldi).. eg hélt han væri horfinn að eilífu og var farin að sjá íslandsferðina fyrir mér í molum. Get ekki hugsað mér að fara þangað án ipods. En nu er allt ok… jeg ved det bliver okay…;)

Á laugardaginn vonum við barnapíur… með 3 auka… fékk sms um hvort ég væri orðin skruk? Nei það er ég nú ekki… En skal samt játa að:

• Mig langar svo að vera ólétt… með risa bumbu og risabrjóst… og allir meiga strjúka bumbuna… já og brjóstin líka ef því er að skipta!
• Mig langar geðveikt til að fæða… bara einhversstaðar… heima, eða í sjúkrabíl eða á flottu fæðingarstofunum á Sönderborg sygehus…
• Mig langar rosalega til aðvera með barn i barnavagni… og ekki hvaða barnavagni sem er…

Og nú er kominn miðvikudagur…. held afram þar sem frá var horfið….!
• Langar bara að vera með barn í silvercross vagninum okkar… sem er fallegastur í heimi… hvítur og marineblár með blómamynd… Ã¥hhh hvað væri æðislegt að spóka sig um með hann á götum bæjarins… (þarf endilega að vera barn í barnavagni???)
• Svo langar mig svakalega að vera með barn á brjósti í marga mánuði… mmm risastór brjóst… (allavega fyrst)

Nefnilega er ég rosalega góð í öllu þessu…og ég meina það, en þá er það líka búið… þá tekur það erfiða við…

Las bókina “kunsten at græde i kor” á kvöldvakt á sunnudaginn… mæli alveg með henni og gaman að þekkja til staðhátta.

Ég var í litun og vaxi niðrí bæ… bara muna næst að fara í svona aðgerð í sólskini… svo hægt sé að skella sólgleraugunum upp á leið heim aftur… ekki gaman að labba í gegnum perlegade rauðeygð með heavy augabrúnir!!!
Og vissuði að verðmunurinn á aðgerðinni er frá 150 kr til 275 kr. Geðveiki… mitt kostaði 165 kr.

Ekki á morgun heldur hinn förum við til íslands. Ég hlakka svo til… ég hlakka alltaf svo til… lalala… Gunna ætlar að bjarga lúkkinu á toppstykkinu strax við ísl komu, svo er afmæli um kvöldið á Seyðisfirði… og svo er vonandi gömluvinkonuhittingur um helgina… og svo er frænku og frændahittingur í næstu viku (Ásta og Baldur, eru skemmtiatriðin tilbúin???hehe) og ferming í Lommanum næstu helgi og svo er ættarmót og við ætlum í sund á Akureyri… mörg ár síðan síðast… + að hitta fólk ef það finnst og við ætlum líka að gera gömluvinkonuhitting upp á einhverri heiði milli Skagafjarðar og Hrútafjarðar held ég… Drífa, þú hefur stjórn á þessu, er það ekki???… já og svo ætlum við að stefna á Stóru urð og annað hvort hengifoss eða svæðið fyrir utan Unaós… (man ekki hvað það heitir, en hef komið þangað) til að rækta nátturuböndin við ísland og kenna stelpunum að ísland er ekki bara sundlaugar, ís í the saleskale og reiðtúrar í eiðaskóginum + að hitta fólk… ísland er sko miklu meira… en má ekki setja of mikið á dagskránna því þá verður bara spæling ef ekki allt næst.

Á morgun förum við til kbh og hittum Rakel og fjölsk og pabba… hlakka til þess… vonandi verður bara huggerí…
Er búin að kaupa flestar gjafirnar… ææ leiðinlegt fyrir þá sem eg náði ekki að kaupa fyrir… nú kemst ég ekki út meira í dag vegna slæms ástands augnumgjarðar… hehehe
Er svo skýr stundum…. oboyoboy keypti 2 risastórar gjafir… nenni ekki að fara með þetta í flug… vitiði um ferð???… eða geta eigendur sótt þetta sjálfir???

Og þegar ég kem heim aftur bíður mín geðveikt verkefni… úff hlakkar bæði til og líka svoldið stressuð… kemur í ljos seinna hvað það er!!!

Ætla að gera trúartákn og biðja til guðs í kvöld að ég fái að taka veðurspánna okkar með mér og sú ísl geti verið hérna… er sko að fara til ísl snjóhvít…. alveg SNJOHVIT… en eins og ég segi, þá eldist ég ekki eins hratt á meðan…
Ætti ég að gera trúartáknin og fara með bænirnar þegar ég er búin að korfa á Katja Kean eða á undan? Lærði nefnilega brilliant trúartákn á kvöldvaktinni á mánudaginn… veit samt ekki hvað þau tákna… þarf maður að vita það?

Þar til næst…. bless

7 Responses to “bloggað á mörgum dögum….

  • Spennandi tímar framundan hjá þér greinilega. Ég held að það fari þér ljómandi vel að vera ólétt. Finst að þú ættir að prufa það fyrir okkur sem ekki hafa séð þig þanni. Takk annars fyrir gærdaginn og góða ferð til Íslands.
    Knús
    Dísa

  • Hafdís
    17 ár ago

    Sko….
    1) sammála Dísu með óléttuna og svo værir þú flott með barnavagn.
    2) 165 kr ?? hvert ferð þú eiginlega?
    3) Frábært plan hjá þér að kynna náttúru Íslands fyrir stelpunum, gerði það sama síðast við góða lukku.
    4) Góða ferð til Køben.
    5) Góða ferð heim til Íslands
    6) Endilega taktu rigninguna með þér.
    7) Gerðu þessi tákn bara fyrir og eftir og á meðan og allt en mundu bara að taka rigninguna með þér 😉
    8) kveðja Hafdís

  • Hafdís
    17 ár ago

    Þetta átti nú að vera 8 ) kveðja Hafdís en ekki broskarl með sólgleraugu……oooo eins og þetta var töff comment…..nú er daguinn ónýtur…..
    Gott að það er stutt í nýjan dag.

  • ja held thad fari mer alveg storvel ad vera med risa ístru og barnavagninn smellpassar við mig…
    takk sl Dísa 🙂

    Hafdís, ég fór til Charlotte´s hudpleje… finnst þér þetta mikið eða lítið…?
    ooohhh er ekkert að hafa tíma fyrir þessi tákn… drop it… og nei ætla að reyna að laumast frá rigningunni… veit hun vil með!!!

    kv. dss

  • Guðrún Þorleifs
    17 ár ago

    Góða ferð til Íslands!
    Vona að við höfum samt sól hér þó þú farir…

    Kveðja,
    Guðrún

  • Ásta
    17 ár ago

    Hæ frænks
    Hlakka til að sjá ykkur. En þú getur alveg verið róleg, góða veðrið er hér á suðvesturhorninu. Þau fyrir austan rigna alveg jafn mikið niður og þið og ekki mikil von til að það breytist alveg á næstunni. Þú ættir því að líða alveeeeg eins og heima heheh 😉

    Kv. Ásta…sem lætur sjá fyrir austan um leið og sést til sólar í þeim landshluta

  • eg sjalf
    17 ár ago

    takk gudrun… vona bara allir fai sol… bæði hér heima og á íslandi… vá bjartsýnin…;)

    Og elsku ásta mín… ég bara trúi þessu ekki…pakkaði bara stuttu pilsunum og sandölunum niður… ekkert rugl með regnföt!!!

    hlakka líka til að sjá ykkur… ertu búin að díla við Baldur??? 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *