REFRESH

Á þessum bjúdifúla miðvikudegi, þar sem sólin skín hálfpartinn og allir detta örugglega í hálkunni (ef það er hálka), á ég pottþétt að vera að læra. Já, það er ennþá eitt próf eftir— þetta munnlega. En þar sem er búið að lofa okkur einkunn fyrir lyfjaútreikninga í dag, get ég ekki “safnað” mér og byrjað. Ég ýti bara á “refresh” aftur og aftur og aftur á blackboardinu í von og óvon. Afhverju er ég látin bíða svona? Alls ekkert réttlæti til núna fyrripart dags…

Refresh

Borðstofuborðið (kontorinn minn) flýtur í möppum og pappírum, bókum og haribo afgangsnammi. Mér verður flökurt bara af því að gjóa augunum þangað… by the way— er 2svar búin að fá ímyndunarælupest, bara afþvi að annað fólk er með svona pest.

Refresh

Ætti kannski að gera öndunaræfingar og geðveikrarleikfimi (svona hné í olnboga) og leiða hugann frá lyfjaútreikn.tölunni og yfir í hvort fordómar hjúkrunarfræðinga gagnvart offitu sé alþjóðlegt vandamál eða ekki vandamál.

Refresh… fæ væga krampa í lærin, neðri meltingarfærin og kinnarnar.

Góði guð, ég skal trúa því að það varst þú sem barnaðir Maríu, bara ef þú bara sparkar aðeins í kontordömurnar fyrir mig.
Amen og refresh

3 Responses to “REFRESH

  • Jæja, er ekki komin tala á þetta hjá þér núna?
    Vona að allt gangi/hafi gengið vel í munnlega prófinu (er ekki með tímasetninguna á hreinu).
    Sjáumst vonandi í boltanum í kvöld.
    Kv. Begga

  • Dísa
    19 ár ago

    Vonandi gekk vel Í lyfjaútreikningunum..heyrist það á nafninu að það sé ekkert verra að vera með það á hreinu… Annars bið ég bara að heilsa ef þú ferð í boltan í kveld þar sem ég kemst ekki vagna barnapíuskorts….
    knús
    Dísa

  • takk f. kvittid stelpur, 50% talnanna er alltaf óobinbert leyndamál til að gera tilveruna örlitið meira spennandi 😉
    En takk, ég fer í prófið á föstudaginn, fæ að vita fyrirbærið í dag.
    kveðja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *