Skyr og hvernig á að borða rétt….

IMG_4162

Muniði í gamla daga, þegar maður var látin borða skyr með sykri og mjólk? Mér fannst það aldrei gott og finnst það ekki enn í dag. Í nokkurn tíma hef ég verið að borða gríska jógúrt (mjög svipað skyri) en þá aðallega í smoothies. Síðan kom skyrið fyrir alvöru til DK. Og núna fara allt að 3 lítrar af skyri á viku hjá okkur. Við elskum þessa fæðu.

Notum alltaf skyr í smoothies og okkar einfaldasti og algengasti smoothies inniheldur bara skyr, frosin bláber, banana og engiferrót. Þetta er alltaf til á okkar heimili. Ég botna ekkert í fólki sem setur flórsykur, sykurdjús, 3 msk af vanillusykri eða önnur sætindi í smoothiesa… Bananar eru dísætir fyrir.

Ég bý oft til berjapæ eða eplapæ og í staðin fyrir að hafa ís eða sýrðan rjóma með, þá bý ég til „sósu“ úr skyri, sýrðum rjóma og flórsykri og það er ótrúlega gott.

Skyr get ég borðað í morgunmat, miðmorgunmat (kl 9) og hádegismat. Ekki samt sama daginn. Um daginn byrti ég mynd af lakkrísskyrinu mínu og það er bráðhollt fyrir utan ca 50 ml gæðahlynssýróp.

Í morgun fékk ég mér bláberjaskyr.

IMG_4153

Smá della af bláberjasultu og nokkur hollensk bláber… elsk´etta!

Síðan liggja rangar matarvenjur fólks mér á hjarta.

Þegar ég er á Íslandi verð ég stundum vör við að fólk borðar brauð á rangan hátt ef það er notað meira en eitt „álegg“ á brauðið.

Ég læt fólk oftast vita en það breytir ekki matarvenjum sínum þrátt fyrir góð ráð.

Eitt gott dæmi er þegar fólk borðar brauð með osti og sultu.

IMG_4185

Þá á aldrei og MÁ ALDREI setja sultuna undir… þetta minnir alltof mikið á hræðilegan húðsjúkdóm! Eða á krabbamein sem er að vaxa í gegnum húðina. Ég get hreinlega ekki horft á fólk borða sem gerir þetta.

IMG_4183

Svona á að gera þetta! Sultan oná… grænmetið oná… allt oná! Þetta var miðmorgunmaturinn minn í morgun kl. 10.

Einn rosalega góður vinur minn (algjör nafnleynd til að móðga engan) kom í heimsókn fyrir jól. Ég gaf honum roast beef rúgbrauðsmat…

Ég er svoddan dama eða geri ítrekaðar tilraunir til að vera dama… og borða roast beef rúgbrauðsmatinn  minn með hníf og gafli…

IMG_4191

Svona raða ég þessu upp… og svona Á að raða þessu upp… Neðan frá: rúgbrauð, smjör, kjöt, remolaði, steiktur laukur og sultaðar gúrkur. Þetta var hadegismaturinn minn kl 12 í dag. Ég verð alltaf svöng ef ég les bók og þvæ þvott.

En vinur minn sem kom í heimsókn snéri þessu öllu við…

IMG_4209

Ég nöldraði e-ð og varð mjög pirruð inní mér en það var eins og að tala við vegg… Vinurinn tók meira að segja rúgbrauðið í burtu, setti fransbrauð í staðin og borðaði með puttunum. Hann er íslenskur, skeggjaður og í lopapeysu og ég held að honum sé alveg sama hvað mér finnst um hans matarvenjur. En ég er að hugsa um matarvenjur fólks, samfélagsins vegna! Okkur á ekki að vera sama um hvort annað.

T.d. setur maður ekki ostin undir smjörið…

IMG_4227

Það væri náttlega bara fáránlegt… einfaldlega samfélagslegt matarslys!

Fyrst ég var að rifja upp matarvenjur vinarins þá datt mér í hug mynd sem ég tók á venjulegum vinnutíma í gær… vinurinn ónefndi og konan hans, sem er góð vinkona mín, eiga óteljandi fjölda barna og því takmarkaðan tíma fyrir sjálf sig.

2014-02-06 11.13.38

Svo skyndilega eru þau bæði með „ekki trufla“ á skype-inu… Svona eins og maður setur á hotelherbergishurðina þegar börnin eru í öðru herbergi. Og þetta á hávinnutíma… Það er einmitt þetta sem getur bjargað ýmsum hjónaböndum… að vera með hugmyndaflugið í lagi og nota netið. Mér fnnst þetta fallegt. Upp með þumalinn fyrir þessu!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *