For i 2 frabær afmæli um helgina… for snemma heim með Fúsa mínum bæði kvöldin…
Núna er ég með kjötfrákvarfseinkenni… þessvegna er ég að steikja kótelettur í raspi upp úr smjöri… miklu smjöri… en bara núna… ætla ekki að vera mjófeit (tyndfed)!

Familian mín fór niðrá bókasafn… stelpurnar sötsuðu á hryllingsbækur og ég pantaði nokkrar til að aðlagast samfélaginu betur… Bað Fúsa um að taka e-ð með Dan Turréll og Lise Nörgaard… svona í tilefni afmælisins. Hvað er pínlegra en að fá: “hefurðu ekkert lesið Dan Turéll???” þetta er víst hluti af aðlöguninni.

Finnst ömurlegt að Natasja skuli ekki vera á lífi lengur… var alveg að byrja að fíla hana… fíla nefnilega alveg rapp og reggae…var búin að ýja að stelpunum að fá sér cd með henni. Hlustaði á DRP4 (veit ég er algjör kelling) á leiðinni heim úr vinnunni í dag. Það var þáttur um Natasja og m.a. spilað eitt lag af plötunni sem kemur vonandi út í haust. Var sem betur fer nokkurnveginn tilbúin og lofar góðu.

Skólinn minn vann siglingarkeppnina… sko bara!!! Hrikalega stolt af litlu stelpunum á 2. önn 😉

Nú á ég bara 3 daga eftir í Tinglev… ekki slæmt. Var að byrja á slutevalueringu í dag… hef aldrei gert eins erfiða evalueringu. Ætla að láta lesa yfir og dæma hvort hún sé of gróf… en án gagnrýni er ekki hægt að bæta sig. Svo um að gera að láta allt flakka og láta svo aldrei sjá sig aftur í Tinglev!!!

Var geðveikt dugleg í gær… var barnapía og stóð mig eins og hetja… gleymdi aldrei barninu!
Bakaði líka bollur og vöfflur… át 3 risabollur í vinnuni í dag… já og plús annað náttl. T.d. hálfa gula melónu, blommur, twix (mjög lítið), tómata, gúrku (1/10), machintosh (3), appelsínudjús (með kjöti í), 75 ml vatn og 3 bolla af kaffi…. vá hljomar ógeðslega mikið en þetta eru nú líka 9 tímar… svo þetta er ekkert mikið.

Það er búið að vera svo dimmt úti í dag að ein gamlan sem ég var að skipta á sárum, hélt að það væri kvöld. Það mígringdi innfrá og það var komin svona blauthundalykt af mér eftir að hafa blotnað, þornað, blotnað, þornað osv.
Og enn rignir hér… með þrumum og eldingum… ég ætla samt í ræktina… skrópaði alla helgina.

Yfir og út.

3 Responses to “

  • Guðbjörg
    17 ár ago

    Hæ hó.
    Alltaf jafn mikið stuð hjá þér 😉
    Hvenær farið þið píur til Íslands annars.
    Bið að heilsa.
    kv. Guðbjörg bráðum Íslandsbúi…

  • eg sjalf
    17 ár ago

    hæ gudbjørg… alltaf gaman herna 😉
    vid førum 13. juli og svo sjaumst vid 27. er thad ekki?

    kær kvedja til ykkar

  • Takk takk takk fyrir pössunina, vöfflurnar, bollurnar og lánið á Fúsa um helgina. Það er sko heldur betur gott að eiga góða að þegar maður stendur í stórræðum ;o)
    Knús á þig og þína, Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *