Er ég totally leiðinlegust í heimi… eða ljótust… eða provokera ég ykkur…?

Hef náttl oft sagt að mér sé nokkuð sama hvort fólk kommenti eða ekki, blogga næstum bara fyrir sjálfa mig… en það gleður mig samt þegar folk kommentar.

Allavega… held ótrauð áfram, læt ykkur sko ekki keyra mig niður… 🙂

Ég er farin að hlakka ótrúlega til að fara til íslands og fara í fermingu í Loðmundarfirði. Loðmundarfjörður er held ég bara uppáhaldsstaðurinn minn í heiminum.
Hlakka líka til að fara til Skagafjarðar via Akureyri á húsbílnum.

Fór í ræktina í dag… ég er næstum á byrjunarreyt aftur… er búin að vera ótrúlega löt í júni… kannski búin að fara 4-5 sinnum eða e-ð. Er svo pirruð á sjálfri mér… meldaði mig nefnilega út í júlí og august og ætlaði að fara í frí í almennilegu formi… hmm e-ð klikkar það nú.

Fer næstum alltaf of seint að sofa… þoli það ekki!!! Er alltaf ógeðslega þreytt á daginn… þarf svo innilega meira en 5 tíma svefn… og ef ég fer snemma að sofa þá missi ég kvalitets tímann á kvöldin því stelpurnar eru farnar að fara seinna að sofa… sem þýðir að þær eru að verða stærri… sérstaklega Aldís… og það þýðir líka að ég er að verða eldri. Já og þroskaðri með meiri reynslu…!!! Saadan.

Og svo vil ég minna íslendinga á íslandi enn og aftur á að láta okkur vita með góðum fyrirvara hvenær þeir hafi hugsað sér að banka upp á. Og ég er að tala um góðann fyrirvara… í mínum huga er góður fyrirvari ekki ein eða tvær vikur…. er að fara skrá inn vaktirnar fyrir júlí og ágúst. Og það er takmarkað hvað ég get sinnt gestum á törnunum mínum.

Elska ykkur líka… líka ykkur sem elskið mig ekki!

Góða nótt.

5 Responses to “

  • Váááá… alla vega 3 ný blogg síðan ég leit við hjá þér síðast.
    Vertu nú duglegri að fara snemma að sofa, 5 tíma svefn dugar mér ekki heldur, enda eru sumir dagar ansi þreyttir hjá manni :-S Ekki gott þegar maður þarf að sinna vinnunni sinni.
    En við sjáumst nú væntanlega á sumarhátíð 3.-C í kvöld.
    Kv. Begga

  • Drífa þöll
    17 ár ago

    hæ, nú er þessi síða orðin skyldustopp á bloggrúntinum. vonast til að hitta ykkur í sumar, miðja vegu milli hrútafjarðar og skagafjarðar. bið að heilsa!

  • Dísa
    17 ár ago

    Þú ert sko hvorki leiðinleg né ljót Dagný mín….Bara svo dugleg að blogga að maður hefur ekki við.
    Knús á ykkur og stórt KVITT

  • Hafdís
    17 ár ago

    Ég get ekki sagt að ég öfundi þig (sjá blogg 18.06 um óhreina húsið) mig langar ekkert að koma inn í svona enda er ég klíjugjörn (veit ekki alveg hvernig það er skrifað) í meira lagi.
    Kannast alveg við þetta með að koma sér í „bælið“ á kvöldin úffff hvað ég kannast við það.
    Góða helgi.
    Hafdís.

  • erum vid svipadar svefnpurkur Begga? 😉

    Drifa, thegar eg verd buin ad finna hrutafjørd tha sjaumst vid pottthett… hlakka mikid til.

    tja Disa, vissi alveg a eg væri thad ekki… finnst thad sko ekki sjalfri 😉

    Og Hafdis… eg elska ad droppa inni svona hus en thygg hvorki vott ne thurrt 😉 elska folk sem er MJØG ødruvisi.

    takk f kvittin

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *