e-ð sem maður gleymir ekki á næstunni!!!

Í dag fór ég útí sveit á GrandVitara til að dosera lyf. Þetta var reyndar lyfjadosering sem ég bað sjálf um. Afþví að:

Þarna búa hjón sem eru ein sérstökustu hjón sem ég hef hitt.
Þarna er ótrúlegasta heimilishald sem ég hef séð í DK (slær samt ekki barndómsnágranna mínum við þegar ég var krakki)
Ég varð bara að sjá þetta aftur.

Þetta er svona 2-3 km frá aðalveginum… hús í algjörri niðurnýslu… þegar stígið er útur bílnum stígur maður í sniglakássu ef maður passar sig ekki. Upp tröppurnar þarf maður að tipla á milli sniglanna. Inn í stórri forstofunni eru 5 fuglabúr með óteljandi fuglum í.
Í stofunni eru 2 risastór búr með allskonar fuglum í sitthvorumegin við sjónvarpið (vona að það komi ekki neisti…). Annar hundurinn er með risa sár á síðunni sem að vessar úr. Gerðist um helgina og var saumaður. Kötturinn sést ekki en er samt til.
Það hefur hvorki verið þrifið né tekið til árum saman… og þetta er ekki ýkt hjá mér.

Kötturinn á sinn matardall upp á eldhúsborði… þar sem ég dosera lyfin.

Á meðan ég doseraði fékk ég ótrúlegustu upplýsingar um þeirra líf… og btw þau eru rosalega yndæl.
Hann spurði hvort ég væri ekki til í að gerast ráðskona hjá þeim… !!!
Hann skoðaði líka skóna mína í bak og fyrir.

Þegar ég var á leiðinni út, var ég að forðast að slasaði hundurinn nuddaði sér ekki upp að mér og steig því á nokkra snigla… risastorir og brúnir. Þegar ég var komin í hvarf á bílnum stíg ég út og skóf af mér.

Svona heimsóknir finnst mér frábærar… inná svona heimili kemst ég ekki inná í dag nema í gegnum vinnuna mína. Það er svo ómetanlegt að sjá að allir búi ekki eins og að sjá hvað fólk getur verið ólíkt og mismunandi.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *