Bjór í kvöldmatinn og 99cm!
Þegar ég kom heim eftir vinnu í dag lagðist ég í sófann og fór að hugsa um kvöldmat. Horfði með öðru auganum á How I met your mother í sjónvarpinu og sá Ted borða KFC og drekka bjór. Langaði skyndilega í e-ð svipað…helst e-ð sem læki niður hökuna. Og bjór. Aldís var send af stað keyrandi… „Aldís, keyptu e-ð sem lekur niður og bjór!“
Ég og glasið á barnum bíðum í ofvæni!
Ég hef, að ég held, bloggað um hversu axlarbreið ég sé. Allavega hef ég oft talað um þetta. Á dönsku getur maður borið mikið ef maður er axlarbreiður… Og ég hef ósjaldan státað af breiðu öxlunum mínum sem mældust eitt sinn 114cm. Í dag státaði ég enn einu sinni af breiddinni í vinnunni… og þá fór ein að efast… sagði að ég væri ekki tröllvaxin. Né neitt karlmenni. Og því síður mjög hávaxin né stórgerð!!! Er reyndar ekki með neina Ungrú Alheims hæð en er heldur ekki dvergur. Henni fannst 114cm hljóma frekar ótrúlega… Við mældum upp á nýtt… og fyrri mælingar hafa sennilega verið rangar, frekar en að ég sé byrjuð að skreppa saman, aðeins 38 ½ árs.
Og núna mældist ég aðeins 99cm. Allan hringinn. Ég varð bara að leiðrétta þetta hjerna á blogginu! Því ef einhver skyldi hafa lesið um 114cm einhverntímann og hefði aldrei séð mig og fengi snarvitlausa mynd af mér… að ég væri bara einhver tröllkona. Gilitrutt t.d.. Nicht gut! Ekki að ég spái mikið í útlitinu svona dagsdaglega en vil síður vera líkt við Gilitrutt.