sá geðveika svuntu á ströndinni í dag…

Ég var hrikalega góð við Fúsa minn um daginn… um síðustu helgi skrapp ég í bæinn með Aldísi og komum við við í Mr. Klausen vegna pabbadagsins… er ógeðslega ánægð með gjöfina og hann er það líka… skrítilegar jeans knickers og samsö og samsö t-shirt. Eins og ég er nú lítil gjafamanneskja.

Svala fékk síma í afmælisgjöf… langþráðann… er eigandi af langflottasta símanum á heimilinu… ok svosem ekki erfitt að keppa þar 😉 Minn er bara með svo mikla sál… þrátt f að heyra næstum ekkert í honum og sjá næstum ekkert á skjáinn vegna sprungna… elska hann samt.

Svo verður bekkjarafmælisparty á morgun og svo íslenskt/danskt börn og fullorðnir á sunnudaginn.
Hlakka til mánudagsins því þá á ég frí. Eða næstum því… þarf bara að gera einn læringskontrakt… (erfitt) og læra að leggja kompressionsbindi (svoldið erfitt) en fékk með mér heim bindi og þrykkimælir.

Fórum á ströndina í dag… hugguðum okkur rosalega… vatnið var bara þægilega heitt og fullt af fólki sem við þekktum. En skárum okkur allar til blóðs.

Fékk bréf frá skólanum í dag… ekki góðar fréttir… það er búið að flytja mig frá hjartanu/AMVA (M41/M61) til K22 sem er pissudeild… urologi. Það vantar vejledere á M41/M61 þessvegna… ég er sko að tala um 6. önn… næsta haust… var gráti nær… er samt heppnari en önnur sem var flutt… hun fékk hræðilega deild… min er ekki hræðileg… bara ekki eins spennandi eins og hinar…ekkert akut.

Og SVO VIL EG MINNA YKKUR (Á ÍSLANDI) Á AÐ LÁTA VITA MEÐ GÓÐUM FYRIRVARA EF ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ KOMA Í HEIMSÓKN… OG EF FERÐALAGIÐ ER PRIMÆRT STÍLAÐ Á OKKUR… LÁTA VITA ÁÐUR EN FLUGMIÐARNIR ERU KEYPTIR.
Vegna þess að stundum höfum við gesti, stundum erum við ekki heima, stundum ætla ég að vinna í törnum (gestir ekki mjög velkomnir þá) og stundum verð ég á sumarkursusum (vonandi fleirtala).
En allir velkomnir, bara láta vita!!!

Ég er alveg tóm núna… Fúsi er líka að kalla innan úr herbergi… grrr

Gn og gh

5 Responses to “sá geðveika svuntu á ströndinni í dag…

  • Hafdís
    17 ár ago

    Getur þú ekki bara fengið þig flutta yfir í meira action? Eða er þetta kannski svona „að þakka fyrir það sem maður fær“ bransi?
    Farin út í blíðuna.
    Kveðja Hafdís

  • hehe ef thad væri svo einfalt…thad er slegist um deildirnar og eg vildi bara thessa… nenni ekki skadestuen…
    En hitti eina i dag sem hefur unnid tharna a uro i 22 ar (var ad hætta) og sagdi ad thetta væri mjøg fin deild. thetta er ok nuna 😉

  • nenni heldur ekki ad keyra til aabenraa… 😉

  • Hlakka til að koma við hjá ykkur á morgun í afmælisveislu… ætla að drífa mig að fara að sofa svo að ég verði nú búin að ná stírunum úr augunum þegar herlegheitin byrja hjá ykkur.
    Kv. Begga

  • Hafdís
    17 ár ago

    Það munar líka helling af þetta er hér í bænum. Þá er hægt að nota ferðatímann í eitthvað annað skemmtilegra 🙂
    Kv. Hafdis

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *