Það var partý hjá NoNodýrunum á þriðjudagskvöldið… þegar NoNodýrin halda party þá getur engin gert neitt annað en hlustað á þau. Þau bjóða öllum ættbálknum í heimsókn og og skemmta sér svo að hætti frumskógarfólksins. Það er æðislegt… ef ekki það væri fyrir að þau byggju í horninu á blokkinni á neðstu hæð og að partyið stæði yfir í minnst 12 tíma. þarsíðast stóð það yfir í 20 tíma. Þá voru Baldur, Gunna og börn í heimsókn… það var í august og það var svo heitt. Ef við höfðum gluggana opna þá heyrðum við ekki í hvort öðru og alls ekki í okkar musik eða tv. Ef við lokuðum gluggunum urðum við meðvitundarlaus.

Núna var sama sagan… börn og fullorðnir sem öll líða af króninskri lífsgleði… finnst jörðin vera eitt allsherjar klósett og skilja ekki setninguna “ég þarf að vakna senmma á morgun því ég þarf að vinna”….
NoNodýrin elska bara lífið…elska að borða, drekka, hlægja hátt og tala hátt… elska að þurfa ekki að vakna á morgnana og fá samt pening af himnum ofan.

Ég elska líka lífið… og elska þegar öðrum líður vel og aðrir skemmta sér…
En á þriðjudaginn þegar ég kom heim datt hjartað niður í nærbuxurnar… ég vissi í hvað stemmdi. Þegar við komum heim úr bænum eftir að hafa verið úti að borða var ástandið orðið töluvert verra.
Ég svo óheppin að vera orðin svona hálfveik, með hita og hálsbólgu… engin þolinmæði til staðar fyrir gleði NoNodýranna og þráði ekkert heitar en að skríða upp í rúm og sofa til kl 0515.

Kl. 2200 var stefnan sett á rúmmið… uummm kúrði mig undir sjóðheitri sænginni og andaði að mér mollunni.
Kl 2206 fóru NoNodýrin í afbrigðilegan rúndbolta… og keppnisskapið slóg öllu við… kvatningarhrópin… æa æa æa æa æa HÚÚÚ… allir í kór…

Ég bilaðist… ég man ekkert á milli 2206-2302!!!

Ég er ekki racisti og myndi aldrei fara á NoNoveiðar… en NoNodýrin eiga að halda party úti skógi eða niðrá strönd.

Á open air sá ég eina fræga… muniði???
Hún var að þvælast með einum kennaranum mínum… (ein sem gaf mér 9 fyrir 2. ekstern í vetur)
Hún var alltaf að stilla 2 bjórglösum á hvolf og hoppa á þeim… hún skemmti sér konunglega.
Þetta var hún Pernille Roseinkrantz þingmaður fyrir enhedslistann… muniði… sem var með í “Helt til hest”!!! GEGGJAÐ. Ég baða mig hreinlega í frægu fólki þessa dagana!!!

Einn daginn þarf ég að segja ykkur frá praktikkinni minni… ég er í Tinglev… og í þessari viku er ég að keyra um í Bolderslev og Hjordkær… aldrei upplifað annað eins… segji ykkur frá því seinna…

Mér er íllt allsstaðar… vildi ég væri karlmaður… þá gæti ég tekið veikindardag með góðri samvisku!!!

Fæ enga hreyfingu og alltof lítið af frísku lofti.

En sárabæturnar eru að ég hef upplifað geðveikt mikið í þessari viku og keyri um á Suzuki Grand Vitara… (sem er náttl drusla) á mikið stærri dekkjum en Wagon. Þannig að ég hef það aðeins betra svona útlitslega séð. En rosalega er hann óþéttur… þegar við förum á malarvegina og keyrum eins hratt og við þorum til að láta reykjarmökkinn vera eins langan og hægt er, fyllist bíllinn af ryki. Hræðilegt.
d

Og svo nenni ég ekki að ræða leikinn í gær (ís-s)… þetta er bara alltaf sama sagan… og svo er hægt að tala endalaust um einhver jafntefli í vináttulandsleikjum við heimsmeistarana 1975… eða e-ð í þá áttina.
nei jörðum þetta bara… gleymum þessu.

En danir komast vonandi áfram 🙂

Farin að gera nesti og svo að sofa
gn

2 Responses to “

  • Bara stuð hjá ykkur þarna ;o) vona að heilsan sé orðin góð hjá þér núna.
    Hilsen, Begga

  • tharna var allavega stud… en ekki herna upp i hja mer…
    veistu ad eg held eg se ordin hitalaus… nu er thad bara kvefid sem situr eftir 😉
    goda helgi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *