open air

Ok, verð að segja ykkur…. Dagurinn í gær var æðislegur… við höfðum okkur ekki af stað fyrr en kl 1600 niður á svæði (open air)… því Marie svaf til kl 1300 og ég þurfti í bæinn. Þegar við komum inn byrjaði M að hlaupa í hringi í kringum mig og spurði: “hvar er tjaldsviðið (litla sviðið)?… veistu það??? Hvar???”
Ég bara: “róleg… auðvitað veit ég það… var hérna í gær…koddu með mér”.
Og svo ætlaði ég bara að leyða hana rólega… en nei nei hún dró mig á eftir sér, hlupum yfir lítil börn og gamalt fólk í stólum… engin miskun!!!

Því M varð að sjá THOMAS BUTTENSCHØN
tb

Ég bara: “hmm who´s that??? Buttenschön

Og gud bevare Danmark og ja Island líka… við fyrstu tónana var ég seld… drengurinn er ÆÐI… hef reyndar einu sinni séð hann í sjónvarpinu áður en bara augnarblik…
Mæli með að þið takið hann út…
Bandið var líka frábært… þvílík orka og gleði… og bassaleikarinn er bara flottur… og heitir flottu nafni… Oliver McEwen

Í vímu yfir Butteschön og co röltum við yfir að stóra sviði þar sem Erann DD var að byrja… veit ekki hvað ég kíkti oft á klukkuna… íhugaði meira að segja á tímabili að drekka mig útur til að minnka áhættuna á uppkasti yfir fólk.

Ok lifðum þetta af með naumindum og það meira að segja edrúari en allt sem blátt er.

Svo kom Thomas Helmig í bleikum jakkafötum… hmm… ok hann getur leyft sér þetta… þekkti náttl flest lögin hans þótt ég sé ekki fan… og hann skilaði sínu vel og vandlega fullur af gleði og hamingju… ég væri líka mjög glöð ef ég væri gift konunni hans.. eða sko ef ég væri maður… ótrúlegt hvað sviðsgleði hefur mikið að segja…!!!

Svo var ég aftur dregin að tjaldsviðinu… til að hlusta á e-ð ALPHABEAT
a

Ég: “ööö M, ég þekki þá ekki… getum við ekki farið og fengið okkur að borða???”
M: “þegiðu, þú þekkir þá víst”

Og ó já… auðvitað þeir sem eiga lagið 10.000 nights of thunder… sem er oft spilað í útvarpinu…. þeir sem búa í Dk þekkja það pottþétt… ég er bara svo mikill sauður stundum… störtuðu með því lagi og ég hringdi beint í stelpurnar og leyfði þeim að hlusta… þetta er líka band sem er fullt af gleði og orku (hmm reyndar e-ð grunsamlegt við þessa ofboðslegu orku hjá söngvaranum… en hvað veit ég…) sem fékk alla með sér og líka mig 🙂

Síðan var það fótboltinn… komum “inná” í seinni hálfleik… rétt áður en DK skoraði 3. markið. Geðveikur leikur og góð stemming… en hvað svo…??? Skandall… ömurlegur alltof feitur og heimskur áhorfandi sem eyðileggur fyrir heillri þjóð… Poulsen verður fyrirgefið en ekki hinum. eda hvad haldid þið?
cp

Kim Larsen var svo næst síðastur á programminu… klikkaði ekki nema á lokalaginu… hafði náttl mínar óskir sem hann heyrði bara ekki. Og bassaleikarinn þar
jh… jeminn… svipað fallegur og hinn fallegi.

Síðast á programminu var svo bærinn… okkur var næstum hent útaf Mexi fyrir að vera of edrú… hvort sem þið trúið því eða ekki… svo fékk ég nokkrar endurteknar samúðaróskir frá sama manninum vegna þess að Ísland gerði bara jafntefli við Lichtenstein eða hvernig sem það er nú stafað. Getið nú örugglega gettað hver það var… Verður spennandi að fylgjast með Island – Sverige… á hvað…? miðvikudaginn?

Tapaði svo lagakeppninni á Zansi og þurfti að splæsa bjór… varð tapsár… ég tapaði… (reyndi að halda því fram að ástæðan fyrir tapinu væri klósettferðin mín… þar fékk ég nefnilega 2 stig en gat bara ekki sannað það), Danmark tapaði og Ísland tapaði (eiginlega) og því varð ég bara alveg rosalega tapsár og lagði af stað heim fyrir allar aldir… var ekki einu sinni sótt… þurfti að labba sjálf… enn eitt tapið.

Samt var hrikalega gaman…

En hvernig voru svo úrslitin á Open Air…???

1. THOMAS BUTTENSCHØN (bara fyrir að vera sá sem hann er)
2. Alphabeat (fyrir að vera geðveikir á sviðinu og ná upp geðveikri stemmingu)
3. Nik og Jay (fyrir frábæra sviðsframkomu, realistiska teksta, sexy teksta sem fá mann til að finnast maður mega sexy þegar maður dansar nakin fyrir framan spegilinn… er sko að meina þetta!!!)
4. Kim Larsen og kjukken (fyrir að syngja lög sem maður þekkir, vera svona cool gamall, fyrir að hafa svona sexy bassaleikara og fyrir að vera einn af almúganum)
5. D:A:D (fyrir að ná upp stemmingu… fór reyndar heim í 4. lagi vegna ofkælingar)
6. Danmark – Sverige (hefði farið ofar hefðum við unnið…líklega 3. sætið)
7. Thomas Helmig (7. sætið er fínt)
98. Big Fat Snake (hvað get ég sagt ??? byrjuðu á Bonsoir madame og svo kom var bara suð)
99. Erann DD (get alls ekkert sagt)

Farin að sofa því ég er enn þreyttari en venjulega…
gn

7 Responses to “open air

  • Guðbjörg Valdórs
    17 ár ago

    Já alltaf fjör hjá þér frænka :):)
    EN ÓMÆGOD, þessi of feiti, fulli.. já og ömurlegi dani.. hvernig ætli hans ævi eigi eftir að vera.. ótrúlegt!!! Honum verður seint eða aldrei fyrirgefið.. er strax búin að gleyma af hverju Poulsen fékk rauða 😉 hehe.
    Hefði alveg viljað sjá Kim Larsen og bassaleikarann hehe.

    Hafið það gott og sjáumst vonandi bara á ættarmóti í sumar.. erum ekki enn búin að ákveða hvort við förum eða ekki en kemur í ljós.
    Knús á línuna.
    Guðbjörg og co.

  • Dísa
    17 ár ago

    Þetta hefur greinilega verið gaman… Maður skellir sér kanski næst. Takk fyrir komuna í gær…gaman að sjá ykkur.

    Knús
    Dísa

  • Hafdís
    17 ár ago

    Já skandallinn í fótboltanum. Ekki vildi ég vera þessi dani í dag og þurfa að líta í spengil össsssss
    Annars til hamingju með Svöluna ykkar.
    Kveðja Hafdís

  • Dísa
    17 ár ago

    Innilega til hamingju með Svölu í dag. Fékk nú reyndar að knúsa hana í gær en þú mátt endilega smella einum á hana frá okkur í dag.
    Knús
    Dísa

  • kvitt.. til hamó með dóttirina i gær..
    ég fíla ekki buttershop strákinn 🙁
    Er bara í vondu skapi í dag.. ojjjjjjjjjj

  • Guðbjörg… þú kemur náttl á ættarmót… ekki spurning… ekkert val 😉 hlakka til að sjá ykkur 🙂

    það vill örugglega engin vera þessi dani í dag eða næstu ár… hef reyndar ekki lesið viðtölin við hann.
    takk f hamingjuoskirnar 😉

    hmm þekki engann buttershop strák…:(
    en maja, ef þú hlustar á Buttenschön ferðu örugglega í gott skap 😉

    knus til ykkar allra

  • Heba Maren
    17 ár ago

    hamingju með skvísuna í gær.. frekar upptekin afsjálfri mér þessa dagana.. 🙁
    bara 3 vikur í heimsókn..hlökkum ykt til..er að reyna að siða stráksa til áður en marr kemur hehe

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *