Allt nýja tölvudótið mitt
Allan desember var mér hótað beini (router) í jólagjöf. (Það var ekki ég sem fann upp á þessu nafni „beinir“). Ég hafði nöldrað upp að vissu marki vegna lélegs nets og beinirinn er víst komin á aldur. Ég varð óttaslegin því það versta sem ég gæti fengið í jólagjöf væri þráðlaus mús… eða grafik kort… eða einhver snúra… eða e-ð annað tölvudót. Er ótrúlega lítil tölvunörda miðað við að vera ekki eldri en ég er.
En viti menn… haldiði ekki að ég hafi fengið tölvudót í jólagjöf?!? Haldiði ekki að gamli gaur hafi gefið mér utanáliggjandi harðan disk??? Því honum finnst ég með eindæmum kærulaus með myndirnar mínar. Ég varð svo sem ekkert fúl, enda bara „auka“ gjöf og sé kannski alveg tilgangin með þessum disk.
Ekki það að ég kannist við kæruleysi varðandi myndirnar, en finnst við nánari umhusun alveg töff að ganga með harðan disk í veskinu. Eiginlega meira töff en að vera með minnislykla í öllum hólfum. Þetta er svipað og með gleraugu… maður sýnist mjög gáfaður!
Ég hafði hugsað mér að taka harða diskinn upp og niður úr veskinu í tíma og ótíma við allar kringumstæður, þangað til sá skipulagði sagði: „hey þú ferð ekkert að ganga með harða diskinn í veskinu með öllum myndunum á… þú gætir týnt því eða það lent undir einhverju…“
Ég hef, held ég, aldrei týnt veski né veskin mín lent undir neinu svo held það sé öruggara að hafa diskinn með mér hvert á land sem er en heima þar sem margt getur gerst.
Í dag eignaðist ég svo meira af nýju tölvustöffi. Ég fékk nýja tölvu… ég mátti eiga fyrstu tölvuna hennar Svölu! Og nú get ég lagt fyrstu tölvunni hennar Aldísar, sem var hennar fyrir 3 tölvum síðan.
Þvílík gleði!
Ég er alsæl…. og hverjum er ekki sama þótt U, F1, F4 og <– takkana vanti… Þeir eru ofmentnir að mínu mati og að mestu gagnslausir.