snjókorn falla, á allt og alla, og allir kyssast og leika sér…

Er alveg að komast niðrá jörðina aftur eftir þessa gífurlegu upplifun að fá NADinn í hús. Er eiginlega búin að sitja mðe fjarstýringuna í hendinni í 2 daga samfellt og finna´út úr næstum öllu. Ég er líka búin að hlusta á útvarpið stanslaust og farin að skilja fréttalesarann á MOJN nokkurn veginn, en hann er svakalegur.
Við höfðum nefnilega ekki útvarp í stofunni, það er ekki hægt að nota tölvuna, þrátt fyrir hrikalega góða nettengingu sem er algjörlega vonlaus.
En ég ferðaðist semsagt mentalt aftur í tímann og alveg austur í Eiða ´91, og endurlifði pioneertímann.

Þið ættuð að sjá displey-ið.. svona eins og í frönskum bílum! Jjuuuu dauðlangar að bjóða ykkur í heimsókn… en NEI, það er ekki heimsóknartími núna. Engin er velkomin/n fyrr en á kvöldin og svona milli 15:30-17:30. VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER AÐ LESA UNDIR PRÓF —- síðasta prófið ——- munnlegt próf —- mín veika hlið—– sencor og alles —- Og ég er búin að vera ofboðslega skynsöm og skipulögð) —- Paula námsleiðbeinandinn okkar sagði okkur að vera það—– aftur… ekki mín sterka hlið (að vera skynsöm og skipulögð)—– er búin að gera stundarskrá —- 11 fyrirbæri á 8 dögum — er enn ekki búin að finna út óska fyrirbærið mit—– verður dregið/fæ ekki að velja—- er enn alveg sama hvort ég kem upp í hörðum kúk, svefnleysi, andardráttserfiðleikum eða gubbi—-ætla mér að fá yfir X (óopinbert).

Var ég búin að segja ykkur að ég fékk 9 i sygdomslære? Allavega fékk ég það, og þótt það se´ekki flottasta einkuninn, þá var þetta góð einkun fyrir mig, þar sem nokkrir féllu, og hæsta einkunin var 10 og e´g las voðalega lítið.

Og svo ætla ég að svara spurningunni minni sem ég spurði ykkur um um daginn.
Ég vil að sjálfsögðu frekar skúra slétt gólf, því þar getur maður fengið skúringarbíl. Allavega ætla ég vonandi aldrei að bera út auglysingabæklinga og fylla húsnæðið mitt af þessum ömurlegu dauðu trjám og sortera og verða óvinsælli en stöðumælavörðurinn.
Hvað er verra en að fara í ferðalag og setja miða á hurðina “ingen reklamer tak” og svo getur maður ekki opnað dyrnar þegar heim er komið?

Það er ekkert smá “nice” að lesa undir próf… bara ég ein heima, kveikt á kertum, hlustað á útvarpið og borðað og borðað. Hafið þið námsfólk tekið eftir þessu? Hversu brennandi það er að lesa undir próf? Maður er alltaf svangur… ég hugsa bara um mat, nýbuin að innbyrða ristað rúgbrauð með 2 linsteiktum eggjum, tómötum, citrónupipar, fetaosti, banana, mjólk, te… og nú langar mig í rúnstykki. Mér finnst ósanngjart að maðurinn manns nenni ekki að sækja svosem 2 stykki áður en hann fer í vinnuna á morgnana. En til að lenda ekki í neinu rugli í próflestrinum eins og t.d. spiki, þá er svakalega brýnt að hreyfa sig… þannig að ég gæti nú alveg sótt stykkin sjálf. Og hjólað einn túr í leiðinni. Í gær var ég úti í 1 ½ tíma.

Ég er komin með nýja dellu… eða kennararnir létu mig hafa nýja dellu, veit ekki hvort þeir vilji bara losna við mig (vegna óvinsældar íslendinga í skólanum) eða hvort þeim finnst ég bara vera tilvalin.
Þeir vilja að ég verði skiptinemi… uummm (ég er alltaf uummm) já kannski… uumm kannski England, Wales eða e-ð svoleiðis… Ha nei nei elskan mín, Ástralía, USA eða Thailand, ummmm það er svo langt… hva áttu ekki mobil? Eða kanntu ekki að senda email… uummm júúú en… en hvað? er kannski Cyparn betra og nær fyrir þig…. Ummmmm veit ekki… jæja vinan skoðaðu þetta allavega og farðu sem lengst í burtu… uummmm afhverju, viljiði kannski bara senda mig á suðurpólinn eða hvað…. bböööö.

4 Responses to “snjókorn falla, á allt og alla, og allir kyssast og leika sér…

  • Hæ hæ, alltaf gaman að þessum pælingum þínum:). En ég er nú svo gamaldags að ég veit ekki einu sinni hvað NADinn er???? Þú verður að fræða mig a þvi. Er ekki too late að fara að gerast skiptinemi?? En gangi þér vel í prófinu. Bestu kveðjur Unnur

  • Skiptinemi??? Hvað dettur þér í hug næst þarna uppfrá?
    En alla vega gangi þér vel í prófundirbúningnum og prófinu sjálfu þegar þar að kemur.
    see you soon
    Kv. Begga

  • OMG ég kem sko með ef þú ferð til Ástralíu það er eitt af þeim löndum sem ég VERÐ að heimsækja, get komið með sem heimilishjálp eða bókahaldari eða eitthvað finnum út úr því seinna. En gangi þér vel i próflestri =) og þú brillerar á prófinu ekki spuring.
    Bið að heilsa í kotið

    kveðja Sessa

  • takk f. kvittid stelpur…

    Unnur, NAD er magnari (vissi thad sjálf f. 2 mán sídan) sem á að vera rosa góður… þannig að þú ert ekki sú eina sem ert gamaldags 😉

    Aldrei of seint að gerast skiptinemi… og Sessa, þú kemur með sem gjaldkeri og fjármagnar þetta bara fyrir mig… fáum nefnilega bara styrki til skandinaviu… eða kemur með og verður andlegur stuðningur… Kannski dettur mér i hug næst að láta þetta verða að veruleika!!!

    kveðja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *