Vaskur 1árs
Loksins kom dagurinn… Vaskur er búin að bíða í þónokkurn tíma, vitandi að hann yrði ofdekraður frá toppi til táar.
Göngutúr nr. 2 í dag fór fram í sól og kulda niður við strönd.
Þótt sjórinn sé kaldur er hann aldrei of kaldur fyrir smá bursl.
Vaskur æfir sig stíft í að standa á höndum… ég er þjálfarinn.
Litli hafsveinninn…
Og svo er coolið sett upp aftur og slakað á eftir leik og fyrirsætustörf göngutúrsins.
Þegar heim var komið beið afmælismáltíðin.
Tapasmatseðillinn innihélt:
-Kæfuklessu með kerti
-Pulsu með skyrstrípum
-Ostarúllu með smjörfyllingu
-Skyrdellu með bláberjasmoothies
-Bláberjasmoothies
Oooo það var erfitt að bíða… þetta var það girnilegasta sem Vaskur hafði nokkurntíma séð!
Kæfan var best og engin ástæða til að bíða neitt með hana.
Þetta var e-ð annað en matseðillinn í afmælisveislunni sem var haldin í gær því Svala var að vinna í dag. Hún hafði búið til viðburð á facebook og boðið slatta af vinkonum í hundaafmæli… það er hvert tækifæri notað til að búa til hitting þegar maður er félagslegur unglingur.
Vinkonurnar gæddu sér á enskum morgunverði og hundasúkkulaðiköku í eftirrétt. Vaskur fékk ekki einn bita… ekki einu sinni bacon. Svo gráðugar voru vinkonurnar. En Vaski var svosem alveg sama því slatti af unglingsstelpum getur hreinlega verið of mikið þegar maður er aðeins 1 árs.
Í dag fékk Vaskur afmælispakkann…
Hann er í góðri þjálfun við upptöku pakka eftir jólin…
…en er alltaf til í að taka sér smá hlé ef það er verið að taka mynd.
Vaskur fékk skjöldótta kú í afmælisgjöf. Við reynum eftir bestu getu að halda fast í eðli hans og gefum honum nánast eingöngu sveitadýr.
Vaskur þakkar kærlega fyrir hamingjuóskir og hlýhug á afmælisdaginn og óskar um leið öllum gleðilegs árs með þökk fyrir það gamla.