Misunderstanding of the year… Ã¥rets misforstÃ¥else … ársins misskilningur
Er nú alveg glötuð sko… er búin að vera í tæpann mánuð að hanna Damefrokost uniformið… Buin að snúa upp á handleggina á þeim í Sportmaster, máta notaðar FCK treyjur útum víðann völl, fara í hinar ymsu tískuverslanir og reyna að samræma tísku og FCK. Svo í gærkvöldi þegar ég var að skoða FCK supershopper síðuna og næstum búin að panta hitt og þetta… ákvað ég að kíkja á dagskránna á Damefroskost í ár… nei nei þá er þemað ekkert SPORT… heldur 750 ára afmælið. Hver sagði mér að það væri SPORT??? Hvað á FCK sameiginlegt með 750 ára afmæli???

Helgin var fín… rólegheit og fínt veður… við mæðgur fórum á ströndina á laugardaginn að soppa, ég lenti næstum í sjálfheldu… lét stelpunar mana mig útí einhverja vitleysu og rétt komst hjá því að bleyta mig upp að mitti.

Við erum að fara til íslands í sumar… við mæðgurnar… Fúsi ætlar eins og venjulega að njóta einverunnar hér heima… fínt hjá honum… (já ég veit, er pínu pirruð)…
Við förum 13. júlí og ég kem aftur 31. júlí og þær koma 7. august. Ætlum í fermingu í fallegasta firði í heimi og svo á ættarmót norður í land. Og já fengum sko lánaðann HÚSBÍL… lucky we… við mæðgur verður æðislegar…
Svo stefnum við á 2 nátturugöngutúra á héraðinu.
Þannig að það lítur út fyrir að það verði óvenjugaman á íslandi í sumar… sem er alveg ok… því farið kostar geðveikt… með Icelandexpress… á það ekki að vera lággjaldaflugfélag…???
BILUN
Ég ætla aldrei aftur að segja við dani að það sé ekkert svo dýrt að flúga til íslands. blablabal Er nefnilega oft spurð að því hvort það sé ekki dýrt að fara til íslands…. og svo stendur maður eins og fífl og ver flugmiðaverðið… “Nei nei, alls ekki… hmm ekki eins og það var… eiginlega bara stór séns á ódýrum miðum alltaf”… bull shit… hef ekki séð þessa ódýru miða í langann tíma. Kannski bara spurning að boykotta á ísland og þeirra flugfög og fara í sumarfrí til grænlands… getið bara hitt mig þar. Já og fengið ótakmarkað af grænlensku kaffi.

Ætla að spila 500 við Svöluna mína
Over and out

10 Responses to “

  • Heba Maren
    17 ár ago

    flott að þið séuð að koma til ísl.. förum öll sammen á ættarmót og skemmtum okkur…
    Svo nottla verðum við búin að taka smá forskot á sæluna þarna í dkinu þegar við verðum hjá ykkur. Þið verðið að sýna okkur menninguna í sönneborginni 🙂
    knús og klem:“ eða er þa það sama hahaha

  • 750 ára afmæli??????????? hverskonar þema er það.. en glatað oj bara. oj oj oj . Hvað á ég þá að vera ? Nú get ég ekki lengur verið olga kúluvarpari frá rússlandi………:( ætla þá að leika gamla vændiskonu frá 700.
    Nóg um það ég mæti svo upp í skóla um hálf 12 á morgun 🙂

  • Heyrdu Heba… eg er formadur okkar fjølskyldu a ættarmotinu… muhahah og er thegar buin ad skipa i hlutverk. Allir hinir bunir að samþykkja… gvöð hva ég hlakka til 🙂 og gvöð hva ég hlakka til að fá ykkur… og sýna ykkur falelga bæinn minn almennilega… bæði nótt og dag 😉
    knus er danska og klem er norska… veit ekki hvort klem er thað sama og knus eda kram.
    en vid segjum stundum knus og kram her i DK, veit ekki med nagranna okkkar.

    Ja Maja… hugmyndin svosem ok thar sem bærinn okkar á nú 750 afmæli… en þetta skemmdi bara planið mitt. og þitt greinilega líka. Kannski getum við verið vændiskonurnar Olga og Anastacia frá Russlandi árið 700… það er líka save svona öryggisins vegna… ekkert tiltrækkende… 😉

  • Dísa
    17 ár ago

    Hm…. miskildi víst eitthvað líka þetta þemadæmi. Ég er svo sammála Maju…hvers konar þema er 750 ára afmæli eiginlega who cares about that anyway….. En það þíðir ekki að láta deigan síga og ég sé að þið eruð strax komnar á flug með ímyndunaraflið. Spurning með vændiskonuhlutverkið…svo sem allt í lagi ef þið lifið ykkur ekki of mikið inn í hlutverkið.
    Knús
    Dísa

  • heheh ég má alveg lifa mig inn í það.. fínt að fá smá peninga ? Annars það eða bæjaraumingjann ætla ég að leika.. s.s. í ruslapoka og að syngja út á götu fyrir pening. Já þetta verður spennanndi ! 🙂

  • Það verður þokkalegt stuð á ykkur á laugardaginn sé ég ;o)
    En Íslandsferðin ykkar hljómar verulega spennandi.
    Kv. Begga

  • ja thad verdur stud…
    en áfram er ég eiginlega ósammála… ekki hægt að horfa fram hjá afmælinu þar sem það fyllir svo mikið þetta árið. hugsið ykkur… 50 ár í næsta afmæli…
    ég væri líka til í að vera hestur… nei annars þá myndi engin bjóða mér upp á ballinu… nema ef einhver annar væri hestur…
    eða bara venjuleg ung kona í sambúð árið 1257…

    Begga… ætlar þú ekki að vera í stuði þann 19.?

  • hahahahh hestur ! besta uppástungan. Ég er samt að spá að vera sverð. Er í bilaðri megrun til að geta verið sverð. Svo get ég kysst alla með skjöld. Mjög svo spennandi.

  • ætlardu ad vera sverdid hennar Uma Thurman i Klill Bill?

  • jamms og ætla að drepa fullt af fólki og svo ætla ég að sveipa mér yfir í að vera uma thurman ef við förum í bæinn og taka þá augun úr einhverjum .. ó já ! er ég nokkuð að spilla blogginu þínu?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *