Roger Waters igen og igen OG

ALDREI ALDREI ALDREI allt mitt líf hef ég upplifað neitt þessu líkt músiklega séð…
ROGER WATERS er bara ólýsanlegur… röddin og sjarminn… þar eru engin takmörk skal ég segja ykkur.
roger
Við Fúsi hjóluðum út í Augustenborg kl 1530 í æðislegu veðri… vorum innrituð og fengum CREW föt… Fúsi valdi peysu og ég t-shirt. Alltof stórt og ílla grænt.

Byrjuðum í kaffi og kökum… fórum svo í að taka til… fullt af tónleikagestum mætt á svæðið og hyggen í topp. Svo tókum við okkur pásu og fengum okkur heitann mat að borða… hrikalega gott… tókum meira til og tókum okkur aftur pásu og fengum okkur samlokur…. líka hrikalega gott… þá kom Steen og spurði hvort við værum til í að leysa hljómsveitaruppvaskarana af í smá stund… JA DA… hvort við vorum til…
Fórum yfir í hátíðarsalinn en þá voru bara komnir einhverjir til að leysa af…
Fengum samt að vera innan um hljómsveitarkokkana í smá stund og rölta í kringum hljómsveitina sem var að borða… er hægt að komast nær… svona óbreytt sveitastelpa eins og ég???

Ég gat ekki setið á mér og sagði:” hmm hi how are u…? do u know the birddance? I think it is icelandic…I can show u…!!!” (veit samt alveg að hann er ekkert íslenskur.. datt bara ekkert annað í hug)
En þar sem ég fékk ekkert svar annað en blikk með hægra… datt mér ekki í hug að sýna þeim fugladansinn.

En áfram var tekið til… þvílík tónleikasvín á svæðinu… reyndar svosem ekki þeim að kenna… bara ekki nógu margar ruslatunnur. Fékk mörg tilboð í crewbolinn minn en mátti náttl ekki fara úr fyrr en ég var búin í “vinnunni”.

Síðan byrjuðu tónleikarnir… en bara eitthvað upphitunardæmi sem betur fer þar sem við vorum ekki búin kl 2000. Gáfum allt í botn og þustum eins og eldingar inn á svæðið þegar RW byrjaði… rétt náðum… vá þvílík gæsahúð sem framkallaðist…

Gaurinn sem hafði gengið mest á eftir bolnum mínum og var frekar svekktur yfir að ég vildi ekki fara úr fyrr en kl 2000 fann mig… í 13 þús manns rambaði hann á mig… ég seldi náttl bolinn f 200 kr.

Dísa og Maja fundu okkur líka og sögðu að það væri alveg séns að vera við sviðið… yeahhh Fúsi úr sinni crew peysu og í sín föt og svo tróðumst við til Snorra sem passaði pláss fyrir 5. Næstum öll lögin þekkti maður… bara gamla góða Pink Floyd… og ég fann andardráttinn hans framan á hálsinum á mér nokkrum sinnum.
rw

Showið – soundið – veðrið – umhverfið – þessir gömlu gaurar – svörtu bakraddirnar – og ekki sýst Roger Waters voru bara… jah hvað getur maður sagt… ??? totally ólýsanlegt…
svin

Hef svo mikla samúð með:
þeim sem ekki fengu miða
þeim sem höfðu miða en veiktust
þeim sem ekki langaði
þeim sem vita ekki hvað Pink Floyd er (hitti eina í dag)
öllum þeim sem ekki voru þarna.

Eftir besta 1. mai í heimi hjóluðum við alsæl heim en gjösramlega búin á því…

Og svoldið skondið að við komum út í gróða… engin bensínnotkun, allur matur og drykkir ókeypis, miðarnir ókeypis og kom heim með 200kall 

6 Responses to “Roger Waters igen og igen OG

  • Vá hvað það hefur verið gaman hjá ykkur,hefði alveg verið til í að vera þarna:)

    Biðjum rosalega vel að heilsa ykkur.

    Á ekki að koma á landið í sumar?

  • en æðislega flottar myndir ???? vóv hvar fékkstu þær 😉
    Já þetta var yndislegt virkilega.. hann er svooo mikill sjarmör ef mig langaði að prufa einn 50+ þá yrði hann fyrir valinu .. klárlega !!!
    heyrumst fljótlega ætli ég endi ekki í bænum í kvöld vei vei 🙂

  • Hafdís
    17 ár ago

    Geinilega verið mikið stuð hjá ykkur og á ykkur.
    Góða helgi (af því að hún byrjar eiginlega í dag)
    Kveðja Hafdís

  • Dísa
    17 ár ago

    Mikið er ég sammála þér Dagný… Þetta voru geggjaðir tónleikar. Frábært að við skyldum hitta ykkur.
    Knús og góða helgi.
    Dísa

  • takk f samveruna Dísa… yndislegur dagur 🙂
    takk f kvittid Hafdis… er alltaf verid ad breyta thessu lykilordi? 😉

    Maja, ja myndirnar fékk ég hjá vodalega sætri stelpu sem er fyrir karlmenn á öllum aldri… muhahah takk. við hættum við að fara i bæinn í kvöld… en góða skemmtun 🙂

    takk f kvittid Petra… jú ætlum að kíkja aðeins í sumar… bið líka að heilsa ykkur og Sonju og Silju 🙂

  • Það er nú ekki öllum gefið að koma svona vel út úr því að skella sér á tónleika. Ég hef alla vega ekki heyrt um marga sem koma út í gróða ;o)
    En gaman að heyra af tónleikunum og hvað þið skemmtuð ykkur vel.
    Góða langa helgi til ykkar…
    Kv. Begga

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *