Föstudagskvöld rétt fyrir jól
Þegar ég hjóla heim úr vinnunni á morgnana eftir næturvaktir, hjóla ég alltaf í gegnum göngugötuna. Þar sem áður var búðin Jim P, er núna komið gallerí í eigu Eje og frúar. Thomas Eje er frægur danskur fjöllistamaður (heitir það ekki fjöllistamaður þegar maður er leikar, söngvari, grínisti, listmálari, rithöfundur ofl.?) Eje hefur málað þessa fínu mynd sem ég gæti svo hugsað mér að hafa upp á vegg fyrir ofan hjónarúmið… Ef ég fengi Mikka, myndi ég henda Stephan og ónefndur eiginmaður tæki gleði sína á ný!
Annars ætlaði ég að vakna snemma í dag og nýta daginn í almenna tiltekt. T.d. uppgötvaði ég að liturinn grænn var ríkjandi í ískkápnum í gær… grænn er ekki minn uppáhalds, nema hermannagrænn. En ég svaf eins og steinn á andlitinu til kl 16.30 og vaknaði með krulluð augnhár! Og ísskápurinn hefur líklega fengið nóg af sjálfum sér því hann var orðin skínandi hreinn þegar ég opnaði hann.
Þrátt fyrir að hafa sofið í svona marga kl.t., gat ég ekki vaknað… fólk virðist alltaf vera meira veikt rétt fyrir jól en á öðrum árstímum og varla hægt að segja að spítalastarsfsfólk sitji aðgerðarlaust. Hellti hálfsofandi í mig kaffinu og reyndi að melta nýjustu upplýsingar, sem voru að það væru 6 unglingar í mat og gistingu.
Þetta er tími endurfundana… vinirnir ganga ekki lengur í sama skóla, búa ekki lengur í sama landi en hittast í fríinu! Tárin streyma, lungun eru nánast tæmd í föstum faðmlögum og allir eru happy.
Þessar 18 ára eru á leiðinni í bæinn að hitta alla hina sem eru komnir heim…
Aldís, Emma og Mathilde hafa verið vinkonur frá því þær voru 6 ára…
Svala hefur líka endurheimt sínar bekkjarsystur frá því þær voru 6 ára.
Perlu frá Íslandi og Helena frá heimarvistarskólanum á Fjóni.
Svala og Perla hafa verið í leikskóla saman síðan þær voru 5 ára.
Bæði Aldís og Svala eru heppnustu stelpur í heimi hvað varðar vinkonur!
Annars hef ég ekki haft fyrir því að klæða mig í dag… bara gengið í störfin í eldgömlum náttbuxum og hélt að kl. væri kannski að verða 9, þegar háttvirtur eiginmaður bauð góða nótt rétt í þessu…
Í dag hófst jólafríið mitt. Á morgun hefst formlegur jólaundirbúningur… á morgun verða keyptar jólagjafir og kjöt.
Góða helgi!