Þríhyrningsdramað í svefnherberginu… seinni hluti.

Þríhyrningsdramað í svefnherberginu hefur undið upp á sig þrátt fyrir að ónefndur eiginmaður og ég aðeins höfum sést í ca 3 kl.t. síðan 19.30 í gærkvöldi. Ég var á næturvakt og fannst honum algjörlega fyrir neðan sína virðingu að þurfa að sofa „einn“ hjá Stephan. Hann segir að Stephan hafi stungið í sig alla nottina… með augunum.

Þar sem ég er læt engan vaða yfir mig eða segja mér fyrir verkum, breytti ég vörn í sókn og skreytti Stephan með jólaseríunni sem ég er búin að vera að væsklast með um allt hús og passar hvergi. Nú getur ljós hans skinið 24/7.
2013-12-19 19.16.05

 

Rómantískari þríhyrning er leitun að… hugsa að jólin verði alveg geðveik!!!

Trackbacks & Pings

  • Þessi flóknu stjórnmál… « Alrunarblogg :

    […] Kannist þið við kauða? Þann efri. Hann Stefán Litla Smið. Hann hefur komið fyrir í um það bil átta bloggfærslum hjá mér. Var afskaplega vinsælt viðfangsefni þegar hann hélt til í svefnherberginu mínum hér um árið (hérna). Umkringdur heilögu ljósi (hérna). […]

    10 ár ago

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *