NAD

Þið/þeir (hehe aldrei heyrt um karlmann sem les bloggið mitt) ykkar sem hafið haft samskipti við Fúsa á undarförnum 2 síðastliðnum vikum, vitið að hann hefur um fátt annað talað en NAD

Póstmaðurinn minn dinglaði áðan, ég var alklædd og allt komið á sinn stað, og hann stóð móður og másandi fram á palli og sagði að pakkinn væri svo þungur að hann yrði að fara með hann inn í stofu…. jú jú mín vegna í keyinu. Svo riðaði hann með kassann inn í stofu og tautaði… “þyngdin skiptir máli!”

Ég gat nú ekki á mér setið (hvernig sem maður fer nú að því), enda orðin sátt við kaupin, og reif upp kassann og hvolfdi innihaldinu á stofuborðið. Og rétt var það, þyngslin eru töluverð, enda skiptir þyngdin máli.

Fjarstýringin er líka þung, en með mismunandi ljósum í tökkunum.

Og þar sem ég nú fyrrverandi (stoltur) Pioneer eigandi og mitt áhugamál á unglingsárunum lá í að aftengja og tengja græjurnar… inn út inn út inn út inn út… rogaðist ég með NADinn útá gólf og ákvað að tengja… Er almennt algjörlega ólæs á leiðbeiningar, svo ég byrjaði bara.

Vá þið ættuð að sjá allt “inn/út” dæmið aftan á!!! 89 ég er ekki að ljúga… 89 inn/út. Fjöldinn skiptir líklega líka máli. (Þar kemur skýringin á lauslæti íslenska kvenkynsins samkvæmt Tarantino og Se og Hör). En 89 —- ég er enn í sjokki.

Ég aftengdi gömlu hátalarana mína sem Fúsi er nýbúinn að sækja niðrí kjallara í mínu mótlæti.
Skellti þeim svo í þessa flottu hátalaramóttakara (held að það hafi allavega verið það rétta inn/út dæmi), sneri mér við og flækti mig í leiðslunum. Fuck, datt næstum, annar hátalarinn þeyttist í vestur en NADinn haggaðist bara örlítið, þarna kom sér sko vel að hafa þyngdina. Þarna skyldi ég fyrst tilganginn með þyngdinni. En ég lagaði bara hátalaratenginguna og reyndi svo að tengja ljósbleiku leiðsluna sem fylgdi með. Gat nú ekki séð hvar hú ætti að passa, stendur ekkert á henni eins og t.d. radio, dvd, karokee eða svona banalt e-ð. Og komst hvergi inn, sama hvernig ég reyndi að troða… það var líka e-ð annað stykki sem ég reyndi að tengja, vildi ekki tolla þrátt fyrir að ég lemdi á það.

En ég get svo svarið það… heimilið er að fyllast af leiðslum, ég ætti að krefjast þess að Fúsi smíðaði sætann rimlakassa utan um að þetta hengingardót.
En NADinn gat ég ekki tengt og verð ég líklega bara að bíða eftir að Fúsi kemur heim.

P.s. ekkert vera að segja Fúsa hvað ég var að reyna, hann les þetta ekki og yrði bara sár.

4 Responses to “NAD

  • Hafdís
    19 ár ago

    Sé þig nú eiginlega alveg fyrir mér. Frekar fyndið.En ég er stolt af þér að vera svona tækja- og tengikona, ég er heppin ef ég get sett gemsann minn í hleðslu ja eða næstum því !!
    Kveðja Hafdís.

  • Leiðsluheimilið mikla, drengurinn ætti nú ekki að vera lengi að smíða eitthvað praktískt utan um öll herlegheitin, lágmarkið finnst hann er nú kominn með græjuna í hús ;o)
    Sjáumst (trúlega ekki í körfunni samt, þarf að fara út að borða með prinsessunni minni).
    Kv. Begga

  • Dísa
    19 ár ago

    Til hamingju með nýju græjurnar. Þetta hlýtur að hljóma vel miðað við allar leiðslurnar og takkana. En mér fínst viðleitni þín góð við að reyna að tengja þetta allt saman…
    sjáumst..
    knús Dísa

  • en thad tókst ekki alveg að tengja… svo varð Fúsi minn pirraður því ég hafði lagt NADinn upp á stól og tengt þannig að græjan var föst við stólinn…
    En viðleitnin var góð já 😉
    knus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *